Tenet loks að koma í kvikmyndahús Heiðar Sumarliðason skrifar 22. júlí 2020 19:31 John David Washington leikur aðalhlutverkið í væntanlegri kvikmynd Christophers Nolans. Kvikmyndin Tenet er nýjasta verk leikstjórans Christophers Nolans, en samkvæmt spám átti hún að vera stórmynd sumarsins. Útbreiðsla Covid-19 hefur haft það í för með sér að útgáfu hennar hefur margoft verið seinkað. Kvikmyndaverið Warner Bros hefur nú gefist upp á að láta kórónuveiruna ráða för, og mun myndin koma út á svæðum sem þykja örugg. Upprunaleg áætlun Warner var að bíða veiruna af sér og gefa myndina út alls staðar í heiminum á sama tíma, líkt og tíðkast með flestar stórmyndir. Nú virðist útséð um að langt er í þann dag, því hefur kvikmyndaverið brugðist við og mun gefa myndina út á nokkrum svæðum í einu. Þetta var hátturinn á árum áður, þegar stórmyndir komu sjaldnast út á sama tíma um heim allan. Warner hafa ekki enn gefið út nákvæma dagsetningu útgáfunnar, en samkvæmt heimildum tímaritsins Hollywood Reporter mun hún vera í síðari hluta ágústmánaðar. Warner ætla þó að bíða þar til í september með að gefa hana út í Bandaríkjunum. Þar mun hún koma út hægt og rólega, og fara víðar eftir því sem fleiri fylki gefa grænt ljós á opnun kvikmyndahúsa. Þó svo að kvikmyndahús víða um heim hafi opnað aftur síðustu misserin, er það helst óttinn við ólöglegt niðurhal sem hefur staðið í vegi fyrir að kvikmyndaverin bandarísku gefi myndir sínar út. En líklegt þykir að komist Tenet í ólöglega dreifingu á netinu muni það hafa neikvæð áhrif á aðsókn á þeim svæðum sem hafa ekki enn opnað bíóin. Innanbúðarmenn í Hollywood segja þetta vera þann veruleika sem kvikmyndabransinn búi við í dag og að ekki verði beðið lengur. Engar tekjur séu að koma í kassann, því sé rekstur kvikmyndahúsa og kvikmyndavera í hættu og bregðast verði við því. Íslensk kvikmyndahús verða að teljast líkleg til að fá myndina til sýningar um leið og hún kemur út. Hér að neðan er hægt að sjá stiklu myndarinnar. Stjörnubíó Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin Tenet er nýjasta verk leikstjórans Christophers Nolans, en samkvæmt spám átti hún að vera stórmynd sumarsins. Útbreiðsla Covid-19 hefur haft það í för með sér að útgáfu hennar hefur margoft verið seinkað. Kvikmyndaverið Warner Bros hefur nú gefist upp á að láta kórónuveiruna ráða för, og mun myndin koma út á svæðum sem þykja örugg. Upprunaleg áætlun Warner var að bíða veiruna af sér og gefa myndina út alls staðar í heiminum á sama tíma, líkt og tíðkast með flestar stórmyndir. Nú virðist útséð um að langt er í þann dag, því hefur kvikmyndaverið brugðist við og mun gefa myndina út á nokkrum svæðum í einu. Þetta var hátturinn á árum áður, þegar stórmyndir komu sjaldnast út á sama tíma um heim allan. Warner hafa ekki enn gefið út nákvæma dagsetningu útgáfunnar, en samkvæmt heimildum tímaritsins Hollywood Reporter mun hún vera í síðari hluta ágústmánaðar. Warner ætla þó að bíða þar til í september með að gefa hana út í Bandaríkjunum. Þar mun hún koma út hægt og rólega, og fara víðar eftir því sem fleiri fylki gefa grænt ljós á opnun kvikmyndahúsa. Þó svo að kvikmyndahús víða um heim hafi opnað aftur síðustu misserin, er það helst óttinn við ólöglegt niðurhal sem hefur staðið í vegi fyrir að kvikmyndaverin bandarísku gefi myndir sínar út. En líklegt þykir að komist Tenet í ólöglega dreifingu á netinu muni það hafa neikvæð áhrif á aðsókn á þeim svæðum sem hafa ekki enn opnað bíóin. Innanbúðarmenn í Hollywood segja þetta vera þann veruleika sem kvikmyndabransinn búi við í dag og að ekki verði beðið lengur. Engar tekjur séu að koma í kassann, því sé rekstur kvikmyndahúsa og kvikmyndavera í hættu og bregðast verði við því. Íslensk kvikmyndahús verða að teljast líkleg til að fá myndina til sýningar um leið og hún kemur út. Hér að neðan er hægt að sjá stiklu myndarinnar.
Stjörnubíó Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira