Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Andri Eysteinsson og Birgir Olgeirsson skrifa 20. júlí 2020 13:42 Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningurinn var kynntur félagsmönnum á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut í dag. Nýr kjarasamningur Icelandair og FFÍ var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann byggir á fyrri samningi sem felldur var í atkvæðagreiðslu hjá FFÍ í lok júní, eftir langar og strangar kjaraviðræður. Þá felur nýi samningurinn m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum, að því er fram kom í tilkynningu FFÍ um helgina. „Það gefur auga leið að flugmenn komast ekkert án okkar og við komumst ekkert án þeirra. Í þessu eru ákvæði sem áður hefur verið breytt hjá flugmönnum. Til dæmis varðandi það að geta flogið lengra til áfangastaða,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að um væri að ræða þó nokkur ákvæði og sagði gott dæmi um slíkt ákvæði vera hversu langt megi fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því og eftir þeirra nýja samning, og okkar nýundirritaða samning erum við á sama pari,“ sagði Guðlaug. Tilfinningaþrunginn og góður fundur Á þriðja hundrað félagsmanna FFÍ voru mættir á fundinn og sagði formaðurinn að umræður hafi verið góðar á fundinum sem var tilfinningaþrunginn en þó hafi ekki verið tekist á. „Það var ekki tekist á en fólk er enn þá í sárum eftir atburðarás síðustu daga.“ Guðlaug segir að með samningnum sé verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair og segist hún telja að samningurinn verði samþykktur þó ekki séu allir sáttir með efni hans. „Við erum ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi til framtíðar eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur að segja. Við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður annarra leið og til stéttarfélaga sem eru ekki til,“ sagði formaðurinn. Samningurinn sem undirritaður var í karphúsinu aðfaranótt sunnudagsins er til fimm ára og er allt sem í honum stendur varanlegt. Áður höfðu samninganefndir náð saman en var sá samningur kolfelldur af flugfreyjum í atkvæðagreiðslu. „Það voru ákveðin atriði sem var ágreiningur um eftir síðasta undirritaða kjarasamning. Við tókum þau ákvæði upp og sömdum um þau í þessum nýja samning,“ sagði Guðlaug. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningurinn var kynntur félagsmönnum á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut í dag. Nýr kjarasamningur Icelandair og FFÍ var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann byggir á fyrri samningi sem felldur var í atkvæðagreiðslu hjá FFÍ í lok júní, eftir langar og strangar kjaraviðræður. Þá felur nýi samningurinn m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum, að því er fram kom í tilkynningu FFÍ um helgina. „Það gefur auga leið að flugmenn komast ekkert án okkar og við komumst ekkert án þeirra. Í þessu eru ákvæði sem áður hefur verið breytt hjá flugmönnum. Til dæmis varðandi það að geta flogið lengra til áfangastaða,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að um væri að ræða þó nokkur ákvæði og sagði gott dæmi um slíkt ákvæði vera hversu langt megi fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því og eftir þeirra nýja samning, og okkar nýundirritaða samning erum við á sama pari,“ sagði Guðlaug. Tilfinningaþrunginn og góður fundur Á þriðja hundrað félagsmanna FFÍ voru mættir á fundinn og sagði formaðurinn að umræður hafi verið góðar á fundinum sem var tilfinningaþrunginn en þó hafi ekki verið tekist á. „Það var ekki tekist á en fólk er enn þá í sárum eftir atburðarás síðustu daga.“ Guðlaug segir að með samningnum sé verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair og segist hún telja að samningurinn verði samþykktur þó ekki séu allir sáttir með efni hans. „Við erum ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi til framtíðar eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur að segja. Við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður annarra leið og til stéttarfélaga sem eru ekki til,“ sagði formaðurinn. Samningurinn sem undirritaður var í karphúsinu aðfaranótt sunnudagsins er til fimm ára og er allt sem í honum stendur varanlegt. Áður höfðu samninganefndir náð saman en var sá samningur kolfelldur af flugfreyjum í atkvæðagreiðslu. „Það voru ákveðin atriði sem var ágreiningur um eftir síðasta undirritaða kjarasamning. Við tókum þau ákvæði upp og sömdum um þau í þessum nýja samning,“ sagði Guðlaug.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira