Hænsnabóndi í Garðabæ segir skemmtilegt að halda hænur í borg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 21:00 Hænsnabóndi í Garðabæ segir bæði umhverfisvænt og skemmtilegt að halda hænur í borg. Þrátt fyrir að þær laumi sér stundum í garð nágrannans séu þær þægileg heimilisdýr. Undanfarin ár hefur hænsnahald í þéttbýli aukist og víða má sjá hænur í húsagörðum í borginni. Garðbæingurinn Sigríður Þóra er ein þeirra sem heldur hænur í borg. „Ég ákvað að gefa manninum mínum tvær hænu í afmælisgjöf. En þetta kom líka til út frá því að við vorum að byrja að flokka meira,“ sagði Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, hænsnabóndi í Garðabæ. Sú hugsun að geta gefið hænunum matarafganga - í stað þess að fleygja þeim í ruslið varð meðal annars til þess að þau sóttu um leyfi til hænsnahalds. Hænurnar voru upphaflega þrjár og lá því beinast við að skíra þær í höfuðið á frægu þríeyki. Urðu nöfn söngkvennana í hljómsveitinni Destiny's child fyrir valinu. „Þannig þær heita Beoncéy og Kelly sem er því miður farin frá okkur og hin, því það man enginn hvað elsku Michelle heitir,“ sagði Sigríður Þóra. Sigríður Þóra og Úlfur Orri athuga hvort þau fái egg með morgunverðinum.STÖÐ2 Hver hæna verpir um þremur eggjum á fjórum dögum og er fjölskyldan því hætt að versla egg í matvöruverslun. Sigríður Þóra segir það dásamlegt að geta sótt egg út í garð til mateldis. „Pabbi kemur stundum og fyllir á eggjabakkann þegar þær eru búnar að vera duglegar að verpa.“ Ýmir Örn maður Sigríðar Þóru smíðaði hænsnakofa undir fuglana. Sonurinn Úlfur Orri unir sér vel í kringum hænurnar sem eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru. Húsgarðurinn er afgirtur þannig hænurnar fá oftast að leika lausum hala. „Það hefur líka orðið til þess að þær hafa stungið af og ein þeirra á það til að ílengjast stundum næturlangt.“ Hefur Sigríður Þóra stundum þurft að sækja þær í nærliggjandi garða. Hænunum þykir best að sofa uppi í tré og reglulega kíkja þær í heimsókn inn á heimili fjölskyldunnar. Hænurnar eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru.STÖÐ2 Dýr Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Hænsnabóndi í Garðabæ segir bæði umhverfisvænt og skemmtilegt að halda hænur í borg. Þrátt fyrir að þær laumi sér stundum í garð nágrannans séu þær þægileg heimilisdýr. Undanfarin ár hefur hænsnahald í þéttbýli aukist og víða má sjá hænur í húsagörðum í borginni. Garðbæingurinn Sigríður Þóra er ein þeirra sem heldur hænur í borg. „Ég ákvað að gefa manninum mínum tvær hænu í afmælisgjöf. En þetta kom líka til út frá því að við vorum að byrja að flokka meira,“ sagði Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, hænsnabóndi í Garðabæ. Sú hugsun að geta gefið hænunum matarafganga - í stað þess að fleygja þeim í ruslið varð meðal annars til þess að þau sóttu um leyfi til hænsnahalds. Hænurnar voru upphaflega þrjár og lá því beinast við að skíra þær í höfuðið á frægu þríeyki. Urðu nöfn söngkvennana í hljómsveitinni Destiny's child fyrir valinu. „Þannig þær heita Beoncéy og Kelly sem er því miður farin frá okkur og hin, því það man enginn hvað elsku Michelle heitir,“ sagði Sigríður Þóra. Sigríður Þóra og Úlfur Orri athuga hvort þau fái egg með morgunverðinum.STÖÐ2 Hver hæna verpir um þremur eggjum á fjórum dögum og er fjölskyldan því hætt að versla egg í matvöruverslun. Sigríður Þóra segir það dásamlegt að geta sótt egg út í garð til mateldis. „Pabbi kemur stundum og fyllir á eggjabakkann þegar þær eru búnar að vera duglegar að verpa.“ Ýmir Örn maður Sigríðar Þóru smíðaði hænsnakofa undir fuglana. Sonurinn Úlfur Orri unir sér vel í kringum hænurnar sem eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru. Húsgarðurinn er afgirtur þannig hænurnar fá oftast að leika lausum hala. „Það hefur líka orðið til þess að þær hafa stungið af og ein þeirra á það til að ílengjast stundum næturlangt.“ Hefur Sigríður Þóra stundum þurft að sækja þær í nærliggjandi garða. Hænunum þykir best að sofa uppi í tré og reglulega kíkja þær í heimsókn inn á heimili fjölskyldunnar. Hænurnar eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru.STÖÐ2
Dýr Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira