Innlent

Ekki útilokað að Lífeyrissjóður verzlunarmanna taki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Stefán Sveinbjörnsson útilokar ekki að sjóðurinn muni taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair í águst.
Stefán Sveinbjörnsson útilokar ekki að sjóðurinn muni taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair í águst. AÐSEND

Ekki er útilokað að Lífeyrissjóður verzlunarmanna taki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ummælin ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði - stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila. Vel verði fylgst með viðbrögðum Fjármálaeftirlitsins sem verði að láta sig málið varða að sögn Halldórs.

Ekki útilokað

„Stjórn sjóðsins tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Það hefur ekkert komið fram frá stjórn þessa félags um hvenær útboðslýsing liggur fyrir eða slíkt. Þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin og verður engin ákvörðun tekin fyrr en að útboðslýsing liggur fyrir“ sagði Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Hann útilokar ekki að lífeyrissjóðurinn taki þátt í hlutafjárútboðinu.

„Það verður bara metið þegar gögnin liggja fyrir,“ sagði Stefán.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×