Innlent

Jörð skalf við Grinda­vík í morgun

Sylvía Hall skrifar
Um fjörutíu eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu.
Um fjörutíu eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu. Vísir/Vilhelm

Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Tveimur mínútum áður mældist skjálfti af stærðinni 3,2 á sama svæði, eða um 3,6 kílómetra norður af Grindavík.

Skjálftarnir fundust báðir í Grindavík og Reykjanesbæ að því er fram kemur í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands.

Enn mælast minni skjálftar á svæðinu og eru líkur á að fleiri stærri skjálftar fylgi í kjölfarið. Um 40 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu hingað til.

Skjálftavirknin hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík eftir að landris hófst á Reykjanesskaganum í janúar og var lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna þess.

Síðasti skjálfti sem fór yfir 3 að stærð varð þann 9. júlí þegar skjálfti af stærðinni 3,3 mældist norðaustur af Grindavík.


Tengdar fréttir

Jarðskjálfti við Grindavík að stærð 3,3

Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist klukkan korter yfir fjögur síðdegis um 3,5 kílómetra norðaustan við Grindavík. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 við Grindavík

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð á níunda tímanum í kvöld um 3,7 kílómetrum norður af Grindavík. Mælingar benda til þess að landris sé hafið við fjallið Þorbjörn að nýju.

Um 700 jarðskjálftar við Þorbjörn frá því í síðustu viku

Vísindaráð almannavarna ætla að funda til að meta stöðuna eftir að vísbendingar komu fram um að landris sé hafið á ný við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Um 700 jarðskjálftar hafa í nágrenni bæjarins undanfarna viku, flestir þeirra smáskjálftar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×