Varaði foreldra við gylliboðum aðstandenda Hjartasteins eftir að aðalhlutverk var tekið af fjórtán ára dreng Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 19:34 Hjartasteinshópurinn kominn saman á sviðinu í Lübeck á Norrænu kvikmyndadögunum þar sem Hjartasteinn hreppti aðalverðlaunin. Mynd/Olaf Malzahn Fjórtán ára drengur undirbjó sig af kostgæfni í hálft ár fyrir aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd til þess eins að upplifa vonbrigði þegar leikstjóri myndarinnar ákvað að láta hann ekki fá aðalhlutverkið. Frá þessu greinir faðir drengsins í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í gær. „Aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og strangar prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ skrifar Guðmundur Kárason. Guðmundur segir í pistlinum að sonur sinn hafi í kjölfarið hafið langt undirbúningsferli sem samanstóð af ýmsum æfingum. „Ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira,“ skrifar Guðmundur. Þá hafi ferlinu lokið þegar að símtal barst fjölskyldunni þar sem greint var frá því að leikstjórinn hefði hætt við að láta son Guðmundar leika aðalhlutverkið í myndinni. Guðmundur segir leikstjóra og framleiðanda myndarinnar vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar og varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ skrifaði Guðmundur. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, svaraði pistli Guðmundar með pistli á eigin síðu í dag. Segir Anton að málið sé ekki léttmeti fyrir hann og Guðmund Arnar leikstjóra og þeir vinnu nú hörðum höndum að því að leysa málið á sem farsælastan hátt. „Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton sem segist munu bæta syni Guðmundar upp að hafa ekki haldið áfram í ferlinu. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook síðu sinni.Mynd/Volodymyr Shuvayev „Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum,“ skrifar framleiðandinn og tekur fram að ákvörðun sem þessi sé aldrei tekin nema að vel ígrunduðu máli og að einstaklingurinn hafi fengið það tækifæri sem hann eigi skilið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Fjórtán ára drengur undirbjó sig af kostgæfni í hálft ár fyrir aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd til þess eins að upplifa vonbrigði þegar leikstjóri myndarinnar ákvað að láta hann ekki fá aðalhlutverkið. Frá þessu greinir faðir drengsins í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í gær. „Aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og strangar prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ skrifar Guðmundur Kárason. Guðmundur segir í pistlinum að sonur sinn hafi í kjölfarið hafið langt undirbúningsferli sem samanstóð af ýmsum æfingum. „Ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira,“ skrifar Guðmundur. Þá hafi ferlinu lokið þegar að símtal barst fjölskyldunni þar sem greint var frá því að leikstjórinn hefði hætt við að láta son Guðmundar leika aðalhlutverkið í myndinni. Guðmundur segir leikstjóra og framleiðanda myndarinnar vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar og varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ skrifaði Guðmundur. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, svaraði pistli Guðmundar með pistli á eigin síðu í dag. Segir Anton að málið sé ekki léttmeti fyrir hann og Guðmund Arnar leikstjóra og þeir vinnu nú hörðum höndum að því að leysa málið á sem farsælastan hátt. „Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton sem segist munu bæta syni Guðmundar upp að hafa ekki haldið áfram í ferlinu. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook síðu sinni.Mynd/Volodymyr Shuvayev „Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum,“ skrifar framleiðandinn og tekur fram að ákvörðun sem þessi sé aldrei tekin nema að vel ígrunduðu máli og að einstaklingurinn hafi fengið það tækifæri sem hann eigi skilið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira