Innlent

Sumum gefið ofnæmislyf með svæfandi verkun vegna sársauka af völdum bita eftir lúsmý

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Sumarið stendur nú sem hæst og Íslendingar flykkjast í ferðalög til að njóta sumarblíðunnar. Á slíkum ferðalögum finnst flestum einn gestur óvelkominn - lúsmýið.

Lúsmýið er skætt þrátt fyrir smæðina. Erling Ólafsson skordýrafræðingur tók þessa mynd af nokkrum eintökum og birti á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, í dag.Mynd/Erling ólafsson

Hjúkrunarfræðingur á Læknavaktinni sagði í samtali við fréttastofu í dag að mikið væri um að fólki leiti til vaktarinnar vegna sársauka eftir bit af völdum skordýrsins.

Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist einnig finna fyrir því að lúsmýið sé farið að láta á sér kræla.

„Já við höfum fundið fyrir því í allt sumar frá því í byrjun júní. Þetta er orðinn hluti af sumarkomunni hjá okkur því miður,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Bitin valda miklum kláða.

Bitunum fylgir mikill kláði. Algengasta meðferðin við þeim er notkun lausasölulyfja á borð við kláðastillandi töflur, ofnæmislyf og mýkjandi krem. Þeir sem eru verst bitnir þurfa þó á stekrari lyfjum að halda.

„Sterkari stera, hugsanlega ofnæmistöflur sem eru mjög svæfandi þannig að fólk sofi betur þannig við eigum önnur úrræði ef fólk er mjög illa haldið,“ sagði Sigríður.

Í facebook hópnum Lúsmý á íslandi keppist fólk við að leita leiða til að fyrirbyggja bit eða minnka sársauka sem kemur af völdum þeirra. Stungið er upp á ýmsum húsráðum.

Sigríður bendir fólki á að klóra alls ekki í bitin en slíkt getur leitt til þess að varanleg ör myndast. Kláðaeinkenni eiga einungis að vara í nokkra daga eftir bit.


Tengdar fréttir

Besta vörnin við lús­mýi sér­stök flugna­net

Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×