Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2020 20:00 Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Útlit er fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%, samkvæmt skýrslunni. „Það er fullt tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Við vissum það strax þegar Covid kom upp að þetta gæti orðið mjög erfið staða,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Það séu góðar og slæmar fréttir í skýrslunni. „Slæmu fréttirnar eru þær að atvinnuleysi er að raungerast og góðu fréttirnar eru þær að auglýsingar eftir starfsfólki eru fleiri samkvæmt þessari skýrslu en var á sama tíma í fyrra,“ segir Drífa. Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. Fjörutíu prósent af þeim sem eru á atvinnuleysisská eru útlendingar. „Í fyrsta lagi eru óvissuþættirnir töluverðir. Við vitum ekki hvað verður með ferðaþjónustuna í haust og við vitum ekki heldur hlutfall erlendra ríkisborgara sem fara aftur til síns heima,“ segir Drífa Snædal. Ef ekki eigi illa að fara í haust sé bráðnauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur. „Og lengja í tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Þetta höfum við verið að benda stjórnvöldum á síðan þessi staða kom upp. Við gerum þá kröfu að það verði hlustað á það en við höfum ekki séð þess merki enn þá að það eigi að grípa til aðgerða. Það er orðið mjög aðkallandi,“ segir Drífa. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Útlit er fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%, samkvæmt skýrslunni. „Það er fullt tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Við vissum það strax þegar Covid kom upp að þetta gæti orðið mjög erfið staða,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Það séu góðar og slæmar fréttir í skýrslunni. „Slæmu fréttirnar eru þær að atvinnuleysi er að raungerast og góðu fréttirnar eru þær að auglýsingar eftir starfsfólki eru fleiri samkvæmt þessari skýrslu en var á sama tíma í fyrra,“ segir Drífa. Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. Fjörutíu prósent af þeim sem eru á atvinnuleysisská eru útlendingar. „Í fyrsta lagi eru óvissuþættirnir töluverðir. Við vitum ekki hvað verður með ferðaþjónustuna í haust og við vitum ekki heldur hlutfall erlendra ríkisborgara sem fara aftur til síns heima,“ segir Drífa Snædal. Ef ekki eigi illa að fara í haust sé bráðnauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur. „Og lengja í tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Þetta höfum við verið að benda stjórnvöldum á síðan þessi staða kom upp. Við gerum þá kröfu að það verði hlustað á það en við höfum ekki séð þess merki enn þá að það eigi að grípa til aðgerða. Það er orðið mjög aðkallandi,“ segir Drífa.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira