Sigríður Dögg segir ofsafengin viðbrögð við frétt sinni lýsa brengluðum hugmyndum um fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2020 16:16 „Ég get ekki orða bundist vegna þeirra ofsafengnu viðbragða sem frétt mín í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn vakti. Í fréttinni, sem var ekki einu sinni ein af helstu fréttunum í fréttatímanum, tók ég saman upplýsingar um flutning opinberra stofnana og sviða út á land frá aldamótum. Tilefnið var ákvörðun félagsmálaráðherra að flytja brunamálasvið HMS til Sauðárkróks,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ömurlegar ranghugmyndir um fjölmiðla Vísir greindi frá hinum miklu viðbrögðum sem urðu við frétt Sigríðar Daggar á dögunum. Ekkert lát er á. „Það er í rauninni magnað að upplifa það hve lítil frétt sem þessi sem einfaldlega byggir á samantekt á upplýsingum, hefur orðið tilefni til mikils upphlaups. Ég hef fengið fjölda tölvupósta, Facebook skilaboða og símhringinga frá fólki sem hefur sakað mig um landsbyggðarhatur og hroka, að hafa vísvitandi farið með rangfærslur til þess að gera fréttina að „enn meiri æsifrétt“, ég hef verið sökuð um að hafa ætlað mér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu,“ segir Sigríður Dögg. Hún segist hafa gert mistök í fréttinni, sett tvo ráðherra í skökk kjördæmi og það sé notað miskunnarlaust gegn henni til að kasta rýrð á sig sem fréttamann og til að draga heilindi hennar í efa. „Það þykir mér sárt og óverðskuldað,“ segir Sigríður Dögg. En henni þykir þó alvarlegast að í þessu kristallist brenglað viðhorf til frétta og fjölmiðla. Að þeir séu með fréttum sínum að lýsa afstöðu og misnoti þannig stöðu sína til að klekkja á einhverjum. Að þær hafi annarlegan tilgang og að staðreyndum sé jafnvel hagrætt og þær falsaðar til þess að fréttin megi hafa sem mest áhrif, valda sem mestum usla eða tjóni. Fréttin hleypti út ónæmisviðbrögðum hjá Höllu Signý „Og það sem er ef til vill alvarlegast af öllu er þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar lýsa þessu viðhorfi. Ekki einungis er það alvarlegt af þeim sökum að orð þeirra hafa mikið vægi í samfélagslegri umræðu heldur einnig vegna þess hve mikilli vanþekkingu það lýsir á hlutverki fjölmiðla, þeim siðareglum og vinnubrögðum sem þar gilda og þeim heilindum sem þar ríkja. Þetta er áhyggjuefni.“ Eftir því sem Vísir kemst næst er Sigríður Dögg þarna meðal annars að vísa til pistils Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún birtir á Feyki og kallar RÚV og þúfnahyggjan. Þar segir Halla Signý meðal annars: „Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.“ Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Ég get ekki orða bundist vegna þeirra ofsafengnu viðbragða sem frétt mín í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn vakti. Í fréttinni, sem var ekki einu sinni ein af helstu fréttunum í fréttatímanum, tók ég saman upplýsingar um flutning opinberra stofnana og sviða út á land frá aldamótum. Tilefnið var ákvörðun félagsmálaráðherra að flytja brunamálasvið HMS til Sauðárkróks,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ömurlegar ranghugmyndir um fjölmiðla Vísir greindi frá hinum miklu viðbrögðum sem urðu við frétt Sigríðar Daggar á dögunum. Ekkert lát er á. „Það er í rauninni magnað að upplifa það hve lítil frétt sem þessi sem einfaldlega byggir á samantekt á upplýsingum, hefur orðið tilefni til mikils upphlaups. Ég hef fengið fjölda tölvupósta, Facebook skilaboða og símhringinga frá fólki sem hefur sakað mig um landsbyggðarhatur og hroka, að hafa vísvitandi farið með rangfærslur til þess að gera fréttina að „enn meiri æsifrétt“, ég hef verið sökuð um að hafa ætlað mér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu,“ segir Sigríður Dögg. Hún segist hafa gert mistök í fréttinni, sett tvo ráðherra í skökk kjördæmi og það sé notað miskunnarlaust gegn henni til að kasta rýrð á sig sem fréttamann og til að draga heilindi hennar í efa. „Það þykir mér sárt og óverðskuldað,“ segir Sigríður Dögg. En henni þykir þó alvarlegast að í þessu kristallist brenglað viðhorf til frétta og fjölmiðla. Að þeir séu með fréttum sínum að lýsa afstöðu og misnoti þannig stöðu sína til að klekkja á einhverjum. Að þær hafi annarlegan tilgang og að staðreyndum sé jafnvel hagrætt og þær falsaðar til þess að fréttin megi hafa sem mest áhrif, valda sem mestum usla eða tjóni. Fréttin hleypti út ónæmisviðbrögðum hjá Höllu Signý „Og það sem er ef til vill alvarlegast af öllu er þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar lýsa þessu viðhorfi. Ekki einungis er það alvarlegt af þeim sökum að orð þeirra hafa mikið vægi í samfélagslegri umræðu heldur einnig vegna þess hve mikilli vanþekkingu það lýsir á hlutverki fjölmiðla, þeim siðareglum og vinnubrögðum sem þar gilda og þeim heilindum sem þar ríkja. Þetta er áhyggjuefni.“ Eftir því sem Vísir kemst næst er Sigríður Dögg þarna meðal annars að vísa til pistils Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún birtir á Feyki og kallar RÚV og þúfnahyggjan. Þar segir Halla Signý meðal annars: „Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.“
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent