Lífið

Eivør frumsýnir nýtt myndband og fer Tómas Lemarquis fer með aðalhlutverkið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eivør 04 (credit Sigga Ella)
Mynd/Sigga Ella

Söngkonan Eivør Pálsdóttir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Sleep on it.

Myndbandið er leikstýrt ef Einari Egilssyni og skrifaði hann einnig handritið ásamt Elias L. Hansen. Eivør samdi sjálf lag og texta.

Söngkonan gaf lagið út 26.júní síðastliðinn og var myndbandið var tekið upp á Íslandi. Tómas Lemarquis fer með aðalhlutverkið en hann hefur leikið í stórmyndum eins og Blade Runner 2049 og X-Men: Apocalypse.

Sögusvið myndbandsins er eilífðarpartí þar sem heimurinn hefur stefnt í heimsendi í mörg ár. Gestir partísins er fastir í atburðarás sem endurtekur sig þangað til þau fórna Eivør til að losna úr ástandinu.

Lagið fjallar um það að þurfa að taka ákvarðanir, stundum þarf að taka rangar ákvarðanir til að taka þá réttu. Lagið er það fyrsta sem Eivør samdi fyrir væntanlega plötu og varð til eina andvöku nótt í Kaupmannahöfn fyrir þremur árum.

Eivør, sendir frá sér nýja plötu 18. september, sem mun heita Segl, og fylgir eftir plötunni Slør sem kom út 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.