Innlent

Tvö virk smit bættust við

Sylvía Hall skrifar
Sex smit greindust við skimun á landamærunum síðasta sólarhringinn. Að minnsta kosti tvö þeirra eru virk.
Sex smit greindust við skimun á landamærunum síðasta sólarhringinn. Að minnsta kosti tvö þeirra eru virk. Vísir/Vilhelm

Tvö virk kórónusmit bættust við síðasta sólarhringinn eftir skimun á landamærunum. Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum hjá tveimur einstaklingum en tveir reyndust vera með mótefni. Því greindust alls sex með veiruna við landamæraskimun í gær.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is og hafa þar með 86 greinst með veiruna við landamæraskimun frá upphafi skimana, þar af fjórtán virk.

Alls voru tekin 2.018 sýni á landamærunum í gær en 140 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 38.756 sýni hafa verið tekin við landamærin frá því að skimun hófst um miðjan júní en 68.127 hér innanlands.

80 eru í sóttkví á landinu öllu og ellefu eru í einangrun. 22.959 hafa lokið sóttkví frá 28. febrúar. Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×