„Kominn í einhverja stjörnugeðveiki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2020 10:30 Rúrik mætti í hlaðvarpsþátt Sölva Tryggva og fór yfir síðustu ár. Rúrik Gíslason segist í viðtali við Sölva Tryggvason eiga mjög erfitt með að ræða um Instagram frægðina, af því að honum finnist hann hljóma eins og hann sé uppfullur af sjálfum sér þegar þetta er rætt. Rúrik er í viðtali í nýjasta podcast þætti Sölva Tryggvasonar. Rúrik og Sölvi ræða þar álit annarra, móðurmissinn og heimsfrægðina eftir HM: „Svo kem ég inn í klefa eftir leikinn og er á lausu þarna og svona ætlaði eitthvað að tékka hvort það væri ekki einhver að tékka á kallinum,” segir Rúrik og hlær, þegar hann lýsir því hvað gerðist eftir leikinn fræga við Argentínu á HM, þegar Instagram reikningur Rúriks sprakk. „Mér finnst rosalega erfitt að tala um þetta án þess að hljóma eins og einhver Deuceba. Mér finnst ógeðslega erfitt að tala um þetta, ég sé sjálfan mig alltaf eins og ég sé einhver svaka kall þegar ég er að tala um þetta,” segir Rúrik í viðtalinu við Sölva, en viðurkennir að þetta hafi verið verulega furðulegt tímabil. Beðið fyrir utan hótelið „Þetta var mjög athyglisverður tími í mínu lífi. Mikið af alls konar skilaboðum og bónorðum og hvort ég væri ekki til í að gefa sæðið mitt, mjög margir sem eru á Instagram eru mjög hreinskilnir af því að þeir eru á bakvið símann sinn,” segir Rúrik. Klippa: Kominn í einhverja stjörnugeðveiki „Við fórum til Miami eftir HM og ég þurfti alls staðar að vera í myndatökum og það var sérstakt að vera kominn út fyrir Ísland og vera kominn í einhverja stjörnugeðveiki,” segir Rúrik, sem lenti síðan í því í Brasilíu að hópur af fólki beið fyrir utan hótelið hans með plaköt og myndir af honum til að árita. Sem fyrr segir hefur mikið gengið á hjá Rúrik síðastliðið ár, þar sem hann misst bæði móður sína og æskuvin úr krabbameini. Félag hans í Þýskalandi ætlaði að draga hann fyrir dómstóla vegna samningsbrots eftir að hann fór heim til að vera við hlið móður sinnar í lokabaráttunni. Rúrik er nú á tímamótum, kominn heim frá Þýskalandi, samningslaus og ekki búinn að ákveða hvað tekur við. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Rúrik Gíslason segist í viðtali við Sölva Tryggvason eiga mjög erfitt með að ræða um Instagram frægðina, af því að honum finnist hann hljóma eins og hann sé uppfullur af sjálfum sér þegar þetta er rætt. Rúrik er í viðtali í nýjasta podcast þætti Sölva Tryggvasonar. Rúrik og Sölvi ræða þar álit annarra, móðurmissinn og heimsfrægðina eftir HM: „Svo kem ég inn í klefa eftir leikinn og er á lausu þarna og svona ætlaði eitthvað að tékka hvort það væri ekki einhver að tékka á kallinum,” segir Rúrik og hlær, þegar hann lýsir því hvað gerðist eftir leikinn fræga við Argentínu á HM, þegar Instagram reikningur Rúriks sprakk. „Mér finnst rosalega erfitt að tala um þetta án þess að hljóma eins og einhver Deuceba. Mér finnst ógeðslega erfitt að tala um þetta, ég sé sjálfan mig alltaf eins og ég sé einhver svaka kall þegar ég er að tala um þetta,” segir Rúrik í viðtalinu við Sölva, en viðurkennir að þetta hafi verið verulega furðulegt tímabil. Beðið fyrir utan hótelið „Þetta var mjög athyglisverður tími í mínu lífi. Mikið af alls konar skilaboðum og bónorðum og hvort ég væri ekki til í að gefa sæðið mitt, mjög margir sem eru á Instagram eru mjög hreinskilnir af því að þeir eru á bakvið símann sinn,” segir Rúrik. Klippa: Kominn í einhverja stjörnugeðveiki „Við fórum til Miami eftir HM og ég þurfti alls staðar að vera í myndatökum og það var sérstakt að vera kominn út fyrir Ísland og vera kominn í einhverja stjörnugeðveiki,” segir Rúrik, sem lenti síðan í því í Brasilíu að hópur af fólki beið fyrir utan hótelið hans með plaköt og myndir af honum til að árita. Sem fyrr segir hefur mikið gengið á hjá Rúrik síðastliðið ár, þar sem hann misst bæði móður sína og æskuvin úr krabbameini. Félag hans í Þýskalandi ætlaði að draga hann fyrir dómstóla vegna samningsbrots eftir að hann fór heim til að vera við hlið móður sinnar í lokabaráttunni. Rúrik er nú á tímamótum, kominn heim frá Þýskalandi, samningslaus og ekki búinn að ákveða hvað tekur við. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira