Innlent

Slas­að­ist við vinn­u í skurð­i

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítalanum í Reykjavík.
Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítalanum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar og skoðunar í Reykjavík eftir að hann slasaðist þegar skurður sem hann var að vinna við féll saman fyrr í kvöld. Ekki er ljóst hvort áverkar mannsins séu alvarlegir en þyrlan lenti við sjúkrahúsið um klukkan átta í kvöld.

Maðurinn var að störfum í skurði við Vík í Mýrdal ásamt öðrum og lenti hann undir töluverðu magni af jarðvegi samkvæmt frétt RÚV. Samstarfsmenn voru að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, fljótir að bregðast við og náðu þeir að losa hann undan jarðveginum sem á hann féll.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×