Lífið

„Við getum verið viss um það að það er ekki kynlífsfíkn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynjar fór á kostum í viðtalinu.
Brynjar fór á kostum í viðtalinu.

Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson var út úr kortinu gestur vikunnar í Brennslunni á FM957 í síðustu viku.

Þar svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum og úr varð mjög skemmtilegt spjall en Brynjar er þekktur fyrir mikinn húmor.

Þingmaðurinn er mikið fyrir það að fara í bað, að hans matir er lagið Ég er ekki alki eftir Bjartmar Gunnlaugsson það besta í Íslandssögunni og að hans mati er Haraldur Benediktsson fyndnasti alþingismaðurinn.

Brynjar fékk einnig spurninguna hver væri hans helst fíkn og þá svaraði Brynjar: „Við getum verið viss um það að það er ekki kynlífsfíkn en það er nikótínið.“

Þetta skemmtilega viðtal má heyra hér að neðan.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.