Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna Stefán Ó. Jónsson og Telma Tómasson skrifa 13. júlí 2020 12:14 Kári Stefánsson ræðir við fréttamenn eftir fund með forsætisráðherra vegna skimunar fyrir Covid-19 í lok maí. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. Mikilvægast sé nú að flutningur vegna landamæraskimunar frá ÍE yfir á veirufræðideild Landspítalans gangi snurðulaust fyrir sig. Samið hefur verið fyrirtækið um að sinna skimunarvinnu sinni í viku til viðbótar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að mikil vinna hefði farið fram um helgina á milli veirufræðideildar Landspítalans og starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið sé að flutningi skimunarvinnu á landamærunum vegna kórónuveirunnar og að sú samvinna hafi gengið vel. Ráðgert var að veirufræðideildin tæki yfir alla vinnuna frá Íslenskri erfðagreiningu frá og með morgundeginum. Í því sambandi segir Kári að ákveðin dagsetning skipti ekki höfuðmáli, mikilvægast sé að allt gangi vel og flutningurinn skili sem mestum og bestum árangri. Ekki beðin um að gefa vinnuna Aðspurður um hvort Íslensk erfðagreining hygðist senda reikning fyrir skimunarvinnunni sagði Kári að íslensk stjórnvöld hefðu beðið fyrirtækið um að koma að skimunarvinnunni í upphafi faraldursins, þegar bráðavandi steðjaði að þjóðinni. Ekki hefði verið beðið um að Íslensk erfðagreining gæfi sína vinnu. Hins vegar væru á þessu augnabliki engin áform um að senda reikning, mál málanna nú væri að flutningur frá ÍE til Landspítalans gengi vel. Allar ákvarðanir væru teknar í fullu samráði við Amgen, móðurfélag ÍE í Bandaríkjunum, að hans sögn. Þá segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að Íslensk erfðagreining hafi afhent veirufræðideildinni tiltekinn hugbúnað fyrir vinnslu sýna, kennslu og aðlögun að búnaðinum. Framlengja um viku Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki muni takast að koma upp búnaði til að taka við skimun ÍE fyrir morgundaginn. Því hafi verið samið við fyrirtækið um að halda áfram greiningum þar til spítalinn gettur aukið greiningarafköst sín, í hið minnsta viku til viðbótar. Rúmlega 2100 sýni voru tekin á landamærunum í gær. Þrjú smit greindust, en beðið er eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort þau séu virk eða ekki. Ekkert innanlandssmit hefur verð greint í 10 daga. 15 eru nú í einangrun og 77 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. Mikilvægast sé nú að flutningur vegna landamæraskimunar frá ÍE yfir á veirufræðideild Landspítalans gangi snurðulaust fyrir sig. Samið hefur verið fyrirtækið um að sinna skimunarvinnu sinni í viku til viðbótar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að mikil vinna hefði farið fram um helgina á milli veirufræðideildar Landspítalans og starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið sé að flutningi skimunarvinnu á landamærunum vegna kórónuveirunnar og að sú samvinna hafi gengið vel. Ráðgert var að veirufræðideildin tæki yfir alla vinnuna frá Íslenskri erfðagreiningu frá og með morgundeginum. Í því sambandi segir Kári að ákveðin dagsetning skipti ekki höfuðmáli, mikilvægast sé að allt gangi vel og flutningurinn skili sem mestum og bestum árangri. Ekki beðin um að gefa vinnuna Aðspurður um hvort Íslensk erfðagreining hygðist senda reikning fyrir skimunarvinnunni sagði Kári að íslensk stjórnvöld hefðu beðið fyrirtækið um að koma að skimunarvinnunni í upphafi faraldursins, þegar bráðavandi steðjaði að þjóðinni. Ekki hefði verið beðið um að Íslensk erfðagreining gæfi sína vinnu. Hins vegar væru á þessu augnabliki engin áform um að senda reikning, mál málanna nú væri að flutningur frá ÍE til Landspítalans gengi vel. Allar ákvarðanir væru teknar í fullu samráði við Amgen, móðurfélag ÍE í Bandaríkjunum, að hans sögn. Þá segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að Íslensk erfðagreining hafi afhent veirufræðideildinni tiltekinn hugbúnað fyrir vinnslu sýna, kennslu og aðlögun að búnaðinum. Framlengja um viku Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki muni takast að koma upp búnaði til að taka við skimun ÍE fyrir morgundaginn. Því hafi verið samið við fyrirtækið um að halda áfram greiningum þar til spítalinn gettur aukið greiningarafköst sín, í hið minnsta viku til viðbótar. Rúmlega 2100 sýni voru tekin á landamærunum í gær. Þrjú smit greindust, en beðið er eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort þau séu virk eða ekki. Ekkert innanlandssmit hefur verð greint í 10 daga. 15 eru nú í einangrun og 77 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38
Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47