Lögreglumaður á Selfossi missti af fæðingu dóttur sinnar vegna kórónuveirunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2020 20:30 Símon Geirsson, lögreglumaður á Selfossi sem er nú komin í fæðingarorlof en hann missti m.a. af fæðingu dóttur sinnar 27. Júní vegna kórónuveirunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Lögreglumaður á Selfossi segir það hafa verið grautfúlt að hafa misst af fæðingu dóttir sinnar á meðan hann var í fjórtán daga einangrun vegna kórunuveirunnar. Hann missti líka af útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Hjónin Símon Geirsson og Júlíanna S. Andersen búa á Selfossi með börnin sín. Símon á tvö börn úr fyrra sambandi og sömu sögu er að segja um Júlíönnu. Saman eignuðust þau stúlku 27. júní en Símon gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því hann var í einangrun, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum eftir að þeir smituðust af kórónuveirunni eftir samskipti þeirra við Rúmenskan karlmann, sem handtekinn var vegna þjófnaðar á Selfossi. Símon segir ömurlegt að hafa ekki getað verið viðstaddur fæðinguna. „Auðvitað er grautfúlt að missa af fæðingu dóttur sinnar þannig séð en ég er rosalega ánægður með þetta kraftaverk sem ég held á. Að missa af fæðingunni er eitt það skrýtnasta sem ég hef lent í. Nú hef ég tekið þátt í tveimur fæðingum áður og þetta er einstök upplifun, að fá að sjá börnin sín koma í heiminn og fá að klippa á naflastrenginn,“ segir Símon. Símon gat verið í sambandi við eiginkonu sína í gegnum síma og fylgst með fæðingunni þegar hann var staddur í einangrun í sumarbústað vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Júlíanna tekur undir að þetta hafi allt verið mjög sérstakt. „Þetta var náttúrulega rosalega skrýtið, þetta var óraunverulegt en maður sækir styrk annars staðar þegar reynir svona á, við sækjum mikinn styrk í trúna og báðum mikið fyrir þessu,“ segir hún um leið og hún hrósar Símoni fyrir það hvað hann stendur sig vel í föðurhlutverkinu. Nýfædda dóttirin hefur fengið nafnið Helena Heiða. En það er ekki nóg með að Símon hafi misst af fæðingu dóttur sinnar því hann missti líka af útskrift sinni úr lögregluskólanum frá Háskólanum á Akureyri vegna veirunnar. Helena Heiða hefur það gott ásamt systkinum sínum og foreldrum á Selfossi og er dugleg að næra sig hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, ég var komin í búning eitt, hátíðarbúning lögreglumanna og var á leiðinni, rosalega brosmildur og hress og til í þetta,“ rifjar hann upp en þá fékk hann símtal um að hann væri smitaður af kórónuveirunni og þyrfti að fara beint í sóttkví. Hann og tveir lögreglumenn til viðbótar fóru þá saman í 14 daga sóttkví. „Ég fékk að útskrifast, já, já, ég er orðinn lögreglumaður í dag, ég fékk númerið mitt, það er gott,“ segir Símon léttur í bragði. Símon var komin í hátíðarbúning lögreglumanna þegar hann var lagður af stað í útskrift sína frá Háskólanum á Akureyri en honum var snúið við og sagt að hann þyrfti að fara strax í einangrun vegna Covid-19.Einkasafn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Fæðingarorlof Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Lögreglumaður á Selfossi segir það hafa verið grautfúlt að hafa misst af fæðingu dóttir sinnar á meðan hann var í fjórtán daga einangrun vegna kórunuveirunnar. Hann missti líka af útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Hjónin Símon Geirsson og Júlíanna S. Andersen búa á Selfossi með börnin sín. Símon á tvö börn úr fyrra sambandi og sömu sögu er að segja um Júlíönnu. Saman eignuðust þau stúlku 27. júní en Símon gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því hann var í einangrun, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum eftir að þeir smituðust af kórónuveirunni eftir samskipti þeirra við Rúmenskan karlmann, sem handtekinn var vegna þjófnaðar á Selfossi. Símon segir ömurlegt að hafa ekki getað verið viðstaddur fæðinguna. „Auðvitað er grautfúlt að missa af fæðingu dóttur sinnar þannig séð en ég er rosalega ánægður með þetta kraftaverk sem ég held á. Að missa af fæðingunni er eitt það skrýtnasta sem ég hef lent í. Nú hef ég tekið þátt í tveimur fæðingum áður og þetta er einstök upplifun, að fá að sjá börnin sín koma í heiminn og fá að klippa á naflastrenginn,“ segir Símon. Símon gat verið í sambandi við eiginkonu sína í gegnum síma og fylgst með fæðingunni þegar hann var staddur í einangrun í sumarbústað vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Júlíanna tekur undir að þetta hafi allt verið mjög sérstakt. „Þetta var náttúrulega rosalega skrýtið, þetta var óraunverulegt en maður sækir styrk annars staðar þegar reynir svona á, við sækjum mikinn styrk í trúna og báðum mikið fyrir þessu,“ segir hún um leið og hún hrósar Símoni fyrir það hvað hann stendur sig vel í föðurhlutverkinu. Nýfædda dóttirin hefur fengið nafnið Helena Heiða. En það er ekki nóg með að Símon hafi misst af fæðingu dóttur sinnar því hann missti líka af útskrift sinni úr lögregluskólanum frá Háskólanum á Akureyri vegna veirunnar. Helena Heiða hefur það gott ásamt systkinum sínum og foreldrum á Selfossi og er dugleg að næra sig hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, ég var komin í búning eitt, hátíðarbúning lögreglumanna og var á leiðinni, rosalega brosmildur og hress og til í þetta,“ rifjar hann upp en þá fékk hann símtal um að hann væri smitaður af kórónuveirunni og þyrfti að fara beint í sóttkví. Hann og tveir lögreglumenn til viðbótar fóru þá saman í 14 daga sóttkví. „Ég fékk að útskrifast, já, já, ég er orðinn lögreglumaður í dag, ég fékk númerið mitt, það er gott,“ segir Símon léttur í bragði. Símon var komin í hátíðarbúning lögreglumanna þegar hann var lagður af stað í útskrift sína frá Háskólanum á Akureyri en honum var snúið við og sagt að hann þyrfti að fara strax í einangrun vegna Covid-19.Einkasafn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Fæðingarorlof Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira