Innlent

Átta greindust með veiruna á landa­mærunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Átta greindust á landamærunum síðasta sólarhringinn en fimm bíða enn eftir niðurstöðu mótefnamælingar.
Átta greindust á landamærunum síðasta sólarhringinn en fimm bíða enn eftir niðurstöðu mótefnamælingar. Vísir/Vilhelm

Átta greindust með kórónuveiruna við landamærin á síðasta sólarhring, og bíða fimm eftir niðurstöðu mótefnamælingar samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Innanlandssmitum hér á landi hefur ekki fjölgað síðan 2. júlí.

21 eru nú í einangrun og fjölgar um þrjá síðan í gær. Engin breyting er á fjölda fólks í sóttkví en í sóttkví eru nú 82. Staðfest smit frá upphafi faraldur hér á landi eru nú 1.896 og hefur 1.865 batnað.

Alls voru tekin 2.040 sýni á landamærunum og 63 hjá veirufræðideild Landspítalans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.