Innlent

Með hníf á lofti í Hlíðunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Báðir mennirnir voru færðir á lögreglustöð.
Báðir mennirnir voru færðir á lögreglustöð. Vísir/Vilhelm

Karlmaður með hníf á lofti var handtekinn í slagsmálum við annan mann í Hlíðunum í dag. Í dagbók lögreglu segir að hnífamaðurinn hafi verið afvopnaður og báðir mennirnir færðir á lögreglustöð. Málið er í rannsókn.

Þá var tilkynnt um einstakling sem reyndi að kaupa vörur með stolnu korti í Fossvogi. Einnig barst lögreglu tilkynning um börn að leik á miðri umferðargötu í hverfinu.

Ökumaður sem lenti í umferðaróhappi í Kópavogi reyndi að komast undan á hlaupum. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.