Innlent

Með hníf á lofti í Hlíðunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Báðir mennirnir voru færðir á lögreglustöð.
Báðir mennirnir voru færðir á lögreglustöð. Vísir/Vilhelm

Karlmaður með hníf á lofti var handtekinn í slagsmálum við annan mann í Hlíðunum í dag. Í dagbók lögreglu segir að hnífamaðurinn hafi verið afvopnaður og báðir mennirnir færðir á lögreglustöð. Málið er í rannsókn.

Þá var tilkynnt um einstakling sem reyndi að kaupa vörur með stolnu korti í Fossvogi. Einnig barst lögreglu tilkynning um börn að leik á miðri umferðargötu í hverfinu.

Ökumaður sem lenti í umferðaróhappi í Kópavogi reyndi að komast undan á hlaupum. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×