Innlent

Auð­veldar kæröstum og kærustum utan Schen­gen að koma til landsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. Vísir/Vilhelm

Mökum Íslendinga utan Schengen verður gert auðveldara að koma til Íslands samkvæmt reglugerð sem dómsmálaráðherra hefur undirritað, en þeim hefur hingað til reynst erfitt að koma til landsins. Reglugerðin byggir á skilgreiningu sem er að finna í útlendingalögum og nær því til niðja og ættingja í beinan legg og fólks sem eru í hvers konar sambúð eða sams konar sambandi til lengri tíma.

Með breytingunni eiga því einstaklingar í nánum samböndum til lengri tíma að geta dvalið saman hér á landi óháð gildandi ferðatakmörkunum. Dómsmálaráðherra segir reglugerðina taka gildi strax eftir helgi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm

„Við erum að endurnýja þá reglugerð um að hér séu áfram lokanir við ytri landamæri Schengen,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Schengen hefur nú ákveðið að opna til nokkurra ríkja en það er auðvitað óvíst hvaða leiðir munu opna hingað.“

Nú þegar séu nokkrar undanþágur í gildi, t.d. fyrir námsmenn og þau sem koma hingað í vinnuerindum - „en líka fyrir fjölskyldur og við höfum nú útvíkkað þá skilgreiningu þannig að sambúðaraðilar í einhverju formi; kærustur og kærastar í einhverju formi utan Schengen geta komið hingað á þeirri undanþáguheimild,“ segir Áslaug Arna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×