Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 14:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann ýmislegt vera réttmætt í gagnrýninni, en annað væri beinlínis rangt. Hann áréttaði í upphafi að öll málefnaleg gagnrýni væri af hinu góða. Það væri nauðsynlegt að endurmeta aðgerðirnar reglulega, enda þyrfti hann að taka ákvörðun um áherslur þegar hann gerði tillögur til heilbrigðisráðherra lögum samkvæmt. Þó væri margt sem hefði komið fram fjarri sannleikanum. Eftir ákvörðun Kára Stefánssonar um að Íslensk erfðagreining myndi ekki lengur taka þátt í skimunum á landamærunum var ljóst að hlutverk Landspítalans í þeim aðgerðum yrði umfangsmeira. Var það gagnrýnt, meðal annars af yfirlækni á Covid-göngudeild Landspítalans sem sagði það augljósa sóun á almannafé. Þórólfur sagði það alrangt að um milljarðakostnað væri að ræða. Kostnaðurinn sem félli á Landspítalann snerist að mestu að því að uppfæra aðstöðu og tækjabúnað veirufræðideildarinnar og mikil þörf væri á því. Því væri frekar hægt að líta á það sem fjárfestingu til framtíðar. Sá kostnaður sem kæmi til vegna þátttöku Landspítalans færi því að mestu í að greiða fyrir mannafla og þá vaktavinnu sem starfsfólk þyrfti að vinna. Hann væri þó langt frá því að hlaupa á milljörðum. „Þetta er náttúrulega tala sem er fjarri öllu lagi,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann einhverja tala um að það ætti að hætta skimunum nú þegar. Sjálfur væri hann á því að skima ætti út júlímánuð en hann hefði sjálfur sagt að breytingar yrðu á. Eins og staðan væri núna stæði einungis til að skima út júlí en síðan yrði tekin ný ákvörðun. „Ég tel nú ekki mikið bera á milli þar.“ Að lokum sagði hann alrangt að halda því fram að það væri ekki hlutverk Landspítalans að taka þátt í skimunum á heilbrigðum einstaklingum. Í leyfisveitingu rannsóknarstofu Landspítalans í sýkla- og veirufræði frá árinu 2010 og samningum frá árinu 2015 kæmi skýrt fram að rannsóknarstofan ætti að taka þátt í verkefnum sem hefðu þýðingu fyrir almannaheill. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann ýmislegt vera réttmætt í gagnrýninni, en annað væri beinlínis rangt. Hann áréttaði í upphafi að öll málefnaleg gagnrýni væri af hinu góða. Það væri nauðsynlegt að endurmeta aðgerðirnar reglulega, enda þyrfti hann að taka ákvörðun um áherslur þegar hann gerði tillögur til heilbrigðisráðherra lögum samkvæmt. Þó væri margt sem hefði komið fram fjarri sannleikanum. Eftir ákvörðun Kára Stefánssonar um að Íslensk erfðagreining myndi ekki lengur taka þátt í skimunum á landamærunum var ljóst að hlutverk Landspítalans í þeim aðgerðum yrði umfangsmeira. Var það gagnrýnt, meðal annars af yfirlækni á Covid-göngudeild Landspítalans sem sagði það augljósa sóun á almannafé. Þórólfur sagði það alrangt að um milljarðakostnað væri að ræða. Kostnaðurinn sem félli á Landspítalann snerist að mestu að því að uppfæra aðstöðu og tækjabúnað veirufræðideildarinnar og mikil þörf væri á því. Því væri frekar hægt að líta á það sem fjárfestingu til framtíðar. Sá kostnaður sem kæmi til vegna þátttöku Landspítalans færi því að mestu í að greiða fyrir mannafla og þá vaktavinnu sem starfsfólk þyrfti að vinna. Hann væri þó langt frá því að hlaupa á milljörðum. „Þetta er náttúrulega tala sem er fjarri öllu lagi,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann einhverja tala um að það ætti að hætta skimunum nú þegar. Sjálfur væri hann á því að skima ætti út júlímánuð en hann hefði sjálfur sagt að breytingar yrðu á. Eins og staðan væri núna stæði einungis til að skima út júlí en síðan yrði tekin ný ákvörðun. „Ég tel nú ekki mikið bera á milli þar.“ Að lokum sagði hann alrangt að halda því fram að það væri ekki hlutverk Landspítalans að taka þátt í skimunum á heilbrigðum einstaklingum. Í leyfisveitingu rannsóknarstofu Landspítalans í sýkla- og veirufræði frá árinu 2010 og samningum frá árinu 2015 kæmi skýrt fram að rannsóknarstofan ætti að taka þátt í verkefnum sem hefðu þýðingu fyrir almannaheill.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00
Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17
Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12
Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12