Icelandair flytur strandaglópa milli Bandaríkjanna og Armeníu Andri Eysteinsson skrifar 9. júlí 2020 12:56 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. Á annað þúsund armenskra og bandarískra ríkisborgara hafa verið strandaglópar vegna Covid-19 faraldursins en hefur nú verið veitt heimild til þess að fólkið komist heim. Verkefnið er unnið í samvinnu við armensk stjórnvöld, flutningafyrirtækið Cross Line og kjörræðismann Íslands í Armeníu. Mikill fjöldi Bandaríkjamanna af armenskum uppruna búa í og við Los Angeles í Kalíforníu en farþegafjöldinn sem Icelandair mun flytja er á annað þúsund. Boeing 767 vélar Icelandair verða nýttar í verkefninu en þær taka 260 farþega. Fyrsta flug fer frá LAX flugvellinum í Los Angeles 11. júlí og fyrsta flug frá Jerevan fer 13. júlí. „Þessi flug eru kærkomin viðbót við fragtflug frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku sem Icelandair Group hefur sinnt á undanförnum vikum. Verkefni sem þessi færa félaginu auknar tekjur og skapa störf fyrir starfsfólk þar sem undirbúningur og skipulag fer fram hér á landi. Þetta er gott dæmi um þann sveigjanleika sem Icelandair Group og dótturfélög þess búa yfir til að taka að sér verkefni sem þessi með skömmum fyrirvara.“ Segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group. Á milli 9-12 manns verða í hverri áhöfn í samræmi við núverandi verklagsreglur Icelandair. 2-3 flugmenn, sex flugfreyjur og einn flugvirki. Icelandair Armenía Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. Á annað þúsund armenskra og bandarískra ríkisborgara hafa verið strandaglópar vegna Covid-19 faraldursins en hefur nú verið veitt heimild til þess að fólkið komist heim. Verkefnið er unnið í samvinnu við armensk stjórnvöld, flutningafyrirtækið Cross Line og kjörræðismann Íslands í Armeníu. Mikill fjöldi Bandaríkjamanna af armenskum uppruna búa í og við Los Angeles í Kalíforníu en farþegafjöldinn sem Icelandair mun flytja er á annað þúsund. Boeing 767 vélar Icelandair verða nýttar í verkefninu en þær taka 260 farþega. Fyrsta flug fer frá LAX flugvellinum í Los Angeles 11. júlí og fyrsta flug frá Jerevan fer 13. júlí. „Þessi flug eru kærkomin viðbót við fragtflug frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku sem Icelandair Group hefur sinnt á undanförnum vikum. Verkefni sem þessi færa félaginu auknar tekjur og skapa störf fyrir starfsfólk þar sem undirbúningur og skipulag fer fram hér á landi. Þetta er gott dæmi um þann sveigjanleika sem Icelandair Group og dótturfélög þess búa yfir til að taka að sér verkefni sem þessi með skömmum fyrirvara.“ Segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group. Á milli 9-12 manns verða í hverri áhöfn í samræmi við núverandi verklagsreglur Icelandair. 2-3 flugmenn, sex flugfreyjur og einn flugvirki.
Icelandair Armenía Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira