Innlent

Nýir lögreglubílar á Snæfellsnesi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglumennirnir á Snæfellsnesi eru eins og sjá má hæstánægðir með nýju bílana.
Lögreglumennirnir á Snæfellsnesi eru eins og sjá má hæstánægðir með nýju bílana. Lögreglan á Vesturlandi

Lögreglan á Vesturlandi tók í dag nýjar lögreglubifreiðar í notkun. Lögregluembættið hefur verið að endurnýja bílaflotann eftir þörfum og hafa nú tvær nýjar lögreglubifreiðar verið teknar í notkun sem staðsettar verða á Snæfellsnesi.

Bifreiðarnar eru Land Rover Discovery jeppar sem búnir eru öllum lögreglubúnaði sem þörf er á segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi. Í bílunum séu til að mynda fullkominn upptökubúnaður og ný gerð af ratsjám til hraðamælingar. Þær séu mjög nákvæmar og hafi mun meiri drægni en eldri gerðir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.