Segir ekkert samráð hafa átt sér stað við ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 18:14 Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Í tilkynningu frá bæjarstjórn kemur fram að ekkert samráð hafi átt sér stað við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitastjórnir á svæðinu. Tilkynnt var um lokun fangelsisins á mánudaginn og segir þar að með lokun fangelsisins verði hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Þá segir að kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Dómsmálaráðuneytið telur ávinninginn af lokun fangelsisins margþættan: boðunarlisti og fyrningar refsinga geti lækkað auk þess sem nýting á afpánunarrýmum verði betri. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnan í fangelsinu Á Akureyri sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri en að sögn Fangelsismálastofnunar verður þeim boðið starf í fangelsum ríkisins. Bæjarstjórn Akureyrar telur alvarlegt að leggja eigi niður fimm störf í bænum en jafnan muni lögreglumenn á vakt nú þurfa að sinna fangavörslu þegar ákvörðunin tekur gildi. Frá og með næstu mánaðamótum þurfi því tveir til fimm lögreglumenn á vakt að sinna fangavörslu. „Þessi ákvörðun mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Þá kemur jafnan fram að fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar hafi hingað til einnig sinnt föngum sem gista í fangageymslum lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum. „Bæjarstjórn Akureyrar telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja fimm störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og þar með sett löggæslu á stóru svæði landsins í algjört uppnám.“ Fangelsismál Akureyri Tengdar fréttir Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Í tilkynningu frá bæjarstjórn kemur fram að ekkert samráð hafi átt sér stað við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitastjórnir á svæðinu. Tilkynnt var um lokun fangelsisins á mánudaginn og segir þar að með lokun fangelsisins verði hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Þá segir að kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Dómsmálaráðuneytið telur ávinninginn af lokun fangelsisins margþættan: boðunarlisti og fyrningar refsinga geti lækkað auk þess sem nýting á afpánunarrýmum verði betri. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnan í fangelsinu Á Akureyri sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri en að sögn Fangelsismálastofnunar verður þeim boðið starf í fangelsum ríkisins. Bæjarstjórn Akureyrar telur alvarlegt að leggja eigi niður fimm störf í bænum en jafnan muni lögreglumenn á vakt nú þurfa að sinna fangavörslu þegar ákvörðunin tekur gildi. Frá og með næstu mánaðamótum þurfi því tveir til fimm lögreglumenn á vakt að sinna fangavörslu. „Þessi ákvörðun mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Þá kemur jafnan fram að fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar hafi hingað til einnig sinnt föngum sem gista í fangageymslum lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum. „Bæjarstjórn Akureyrar telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja fimm störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og þar með sett löggæslu á stóru svæði landsins í algjört uppnám.“
Fangelsismál Akureyri Tengdar fréttir Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23
Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19