Innlent

Skjálfti af stærðinni 4,2 reið yfir á Norður­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skjálftinn reið yfir norður af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu.
Skjálftinn reið yfir norður af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu. Vísir/Jóhann

Skjálfti af stærðinni 4,2 reið yfir á norðurlandi nú klukkan 17:41 samkvæmt tölum hjá Veðurstofu Íslands eftir fyrstu yfirferð. Skjálftinn varð um 13 km vestnorðvestur af Gjögurtá á 4,8 km dýpi. Skjálftinn fannst á Akureyri samkvæmt heimildum fréttastofu.

Tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist hafa borist frá flest öllum þéttbýlisstöðum í Eyjafirði.

Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu er enn yfirstandandi en hún hófst 19. júní síðastliðinn. Síðasti skjálfti á svæðinu sem var yfir fjórir að stærð varð 27. júní en hann var 4,1 að stærð.

Í hrinunni er þetta fjórtándi skjálftinn yfir fjórum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.