Innlent

Skjálfti af stærðinni 4,2 reið yfir á Norður­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skjálftinn reið yfir norður af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu.
Skjálftinn reið yfir norður af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu. Vísir/Jóhann

Skjálfti af stærðinni 4,2 reið yfir á norðurlandi nú klukkan 17:41 samkvæmt tölum hjá Veðurstofu Íslands eftir fyrstu yfirferð. Skjálftinn varð um 13 km vestnorðvestur af Gjögurtá á 4,8 km dýpi. Skjálftinn fannst á Akureyri samkvæmt heimildum fréttastofu.

Tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist hafa borist frá flest öllum þéttbýlisstöðum í Eyjafirði.

Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu er enn yfirstandandi en hún hófst 19. júní síðastliðinn. Síðasti skjálfti á svæðinu sem var yfir fjórir að stærð varð 27. júní en hann var 4,1 að stærð.

Í hrinunni er þetta fjórtándi skjálftinn yfir fjórum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×