Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 13:36 Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. „Það er nokkuð ljóst að félagsmenn hafa með þessu sýnt að það er kannski heldur of langt gengið í þessum hagræðingarkröfum sem að var verið að reyna að ná fram í þessum nýja samningi.“ Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi eftir að félagsmenn félagsins kolfelldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa flugfélagsins og Flugfreyjufélagsins til fundar á föstudaginn. 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Skrifað var undir kjarasamninginn undir lok síðasta mánaðar eftir maraþonviðræður. Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins vegna erfiðleika í rekstri þess vegna kórónuveirufaraldursins sé að semja við flugstéttir félagsins. Félagið vildi ná fram ákveðnum hagræðingarmarkmiðum í viðræðunum við Flugfreyjufélagið og taldi það sig hafa náð því markmiði með samningnum, sem nú hefur verið felldur. Aðspurð um hvaða atriði félagsmenn hafi verið ósáttir við vildi Guðlaug ekki fara út í smáatriði samningsins en sagði ljóst að meirihluti félagsmanna væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja þær breytingar sem nýji samningurinn hefði falið í sér. „Nei, þetta eru mjög miklar breytingar sem lagt var upp með. Ég held að það sé langbest að túlka þetta þannig að fólki hafi fundist of langt gengið,“ segir Guðlaug. „Það var aðallega verið að reyna að ná fram hagræðingu. Það er ljóst að félagsmenn eru ekki til í það.“ Sem fyrr segir er búið að til funda deiluaðila á föstudaginn hjá Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Icelandair vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélagsins sagðist flugfélagið hafa gengið „eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ“. Þrátt fyrir þessi orð frá forstjóra Icelandair er Guðlaug vongóð að viðræðurnar sem framundan eru gangi vel. „Þetta gefur okkur bara ný leiðarljós í það hversu langt við getum gengið og við munum bara mæta með fullan vilja og hvergi af baki dottin með það að ná nýjum samningi.“ Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
„Það er nokkuð ljóst að félagsmenn hafa með þessu sýnt að það er kannski heldur of langt gengið í þessum hagræðingarkröfum sem að var verið að reyna að ná fram í þessum nýja samningi.“ Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi eftir að félagsmenn félagsins kolfelldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa flugfélagsins og Flugfreyjufélagsins til fundar á föstudaginn. 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Skrifað var undir kjarasamninginn undir lok síðasta mánaðar eftir maraþonviðræður. Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins vegna erfiðleika í rekstri þess vegna kórónuveirufaraldursins sé að semja við flugstéttir félagsins. Félagið vildi ná fram ákveðnum hagræðingarmarkmiðum í viðræðunum við Flugfreyjufélagið og taldi það sig hafa náð því markmiði með samningnum, sem nú hefur verið felldur. Aðspurð um hvaða atriði félagsmenn hafi verið ósáttir við vildi Guðlaug ekki fara út í smáatriði samningsins en sagði ljóst að meirihluti félagsmanna væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja þær breytingar sem nýji samningurinn hefði falið í sér. „Nei, þetta eru mjög miklar breytingar sem lagt var upp með. Ég held að það sé langbest að túlka þetta þannig að fólki hafi fundist of langt gengið,“ segir Guðlaug. „Það var aðallega verið að reyna að ná fram hagræðingu. Það er ljóst að félagsmenn eru ekki til í það.“ Sem fyrr segir er búið að til funda deiluaðila á föstudaginn hjá Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Icelandair vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélagsins sagðist flugfélagið hafa gengið „eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ“. Þrátt fyrir þessi orð frá forstjóra Icelandair er Guðlaug vongóð að viðræðurnar sem framundan eru gangi vel. „Þetta gefur okkur bara ný leiðarljós í það hversu langt við getum gengið og við munum bara mæta með fullan vilja og hvergi af baki dottin með það að ná nýjum samningi.“
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52
Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18
„Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15
Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32