Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 13:36 Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. „Það er nokkuð ljóst að félagsmenn hafa með þessu sýnt að það er kannski heldur of langt gengið í þessum hagræðingarkröfum sem að var verið að reyna að ná fram í þessum nýja samningi.“ Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi eftir að félagsmenn félagsins kolfelldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa flugfélagsins og Flugfreyjufélagsins til fundar á föstudaginn. 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Skrifað var undir kjarasamninginn undir lok síðasta mánaðar eftir maraþonviðræður. Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins vegna erfiðleika í rekstri þess vegna kórónuveirufaraldursins sé að semja við flugstéttir félagsins. Félagið vildi ná fram ákveðnum hagræðingarmarkmiðum í viðræðunum við Flugfreyjufélagið og taldi það sig hafa náð því markmiði með samningnum, sem nú hefur verið felldur. Aðspurð um hvaða atriði félagsmenn hafi verið ósáttir við vildi Guðlaug ekki fara út í smáatriði samningsins en sagði ljóst að meirihluti félagsmanna væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja þær breytingar sem nýji samningurinn hefði falið í sér. „Nei, þetta eru mjög miklar breytingar sem lagt var upp með. Ég held að það sé langbest að túlka þetta þannig að fólki hafi fundist of langt gengið,“ segir Guðlaug. „Það var aðallega verið að reyna að ná fram hagræðingu. Það er ljóst að félagsmenn eru ekki til í það.“ Sem fyrr segir er búið að til funda deiluaðila á föstudaginn hjá Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Icelandair vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélagsins sagðist flugfélagið hafa gengið „eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ“. Þrátt fyrir þessi orð frá forstjóra Icelandair er Guðlaug vongóð að viðræðurnar sem framundan eru gangi vel. „Þetta gefur okkur bara ný leiðarljós í það hversu langt við getum gengið og við munum bara mæta með fullan vilja og hvergi af baki dottin með það að ná nýjum samningi.“ Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Það er nokkuð ljóst að félagsmenn hafa með þessu sýnt að það er kannski heldur of langt gengið í þessum hagræðingarkröfum sem að var verið að reyna að ná fram í þessum nýja samningi.“ Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi eftir að félagsmenn félagsins kolfelldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa flugfélagsins og Flugfreyjufélagsins til fundar á föstudaginn. 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Skrifað var undir kjarasamninginn undir lok síðasta mánaðar eftir maraþonviðræður. Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins vegna erfiðleika í rekstri þess vegna kórónuveirufaraldursins sé að semja við flugstéttir félagsins. Félagið vildi ná fram ákveðnum hagræðingarmarkmiðum í viðræðunum við Flugfreyjufélagið og taldi það sig hafa náð því markmiði með samningnum, sem nú hefur verið felldur. Aðspurð um hvaða atriði félagsmenn hafi verið ósáttir við vildi Guðlaug ekki fara út í smáatriði samningsins en sagði ljóst að meirihluti félagsmanna væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja þær breytingar sem nýji samningurinn hefði falið í sér. „Nei, þetta eru mjög miklar breytingar sem lagt var upp með. Ég held að það sé langbest að túlka þetta þannig að fólki hafi fundist of langt gengið,“ segir Guðlaug. „Það var aðallega verið að reyna að ná fram hagræðingu. Það er ljóst að félagsmenn eru ekki til í það.“ Sem fyrr segir er búið að til funda deiluaðila á föstudaginn hjá Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Icelandair vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélagsins sagðist flugfélagið hafa gengið „eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ“. Þrátt fyrir þessi orð frá forstjóra Icelandair er Guðlaug vongóð að viðræðurnar sem framundan eru gangi vel. „Þetta gefur okkur bara ný leiðarljós í það hversu langt við getum gengið og við munum bara mæta með fullan vilja og hvergi af baki dottin með það að ná nýjum samningi.“
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52
Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18
„Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15
Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32