Innlent

Skjálftar fundust í Eyja­firði í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Siglufirði þar sem íbúar hafa fundið vel fyrir skjálftum síðustu vikurnar.
Frá Siglufirði þar sem íbúar hafa fundið vel fyrir skjálftum síðustu vikurnar. Vísir/Jóhann K.

Þrír skjálftar urðu við mynni Eyjafjarðar í gær og varð sá stærsti klukkan 18:34 um 15 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá. Sá mældist 3,5 að stærð.

Á vef Veðurstofunnar segir að annar skjálfti af stærð 3,2 hafi orðið fyrr um daginn, eða klukkan 15:40.

„Þriðji skjálftinn yfir 3,0 að stærð varð rétt fyrir miðnætti. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir fundust á svæðinu.

Jarðskjálftahrinan er enn yfirstandandi. Frá því að hrinan hófst 19. júní hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett yfir 10 000 skjálfta. Þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni, sá stærsti á sunnudagskvöldið kl. 19:07 af stærð 5,8 rúma 30 km NNA af Siglufirði. Aðrir skjálftar yfir 5 að stærð voru 5,6 og 5,4 að stærð og voru staðsettir rúma 20 km NA af Siglufirði.

Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á því að fleiri stærri skjálftar muni verða,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.