Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 20:19 Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. visir/vilhelm „Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En eins og Vísir greindi frá verður fangelsinu á Akureyri verður lokað. Hugmyndin er sú að með lokun fangelsisins verður hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. „Það verður varla auðveldara fyrir það að flytjast suður með fjölskyldur sínar, þó það sé í boði, en starfsmenn þaðan að flytjast á starfstöðvar út á land. En það hefur iðulega verið gagnrýnt harðlega þegar slíkar hugmyndir skjóta upp kollinum.“ Logi segir að svo virðist sem ákvörðunin sé fyrst og rekstrarlegs eðlis en ekki fagleg. „Ef peningaleg sjónarmið fá ævinlega að ráða er sjálfsagt hægt að reikna út að hagkvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suðvestur horninu. Það sparar eflaust ýmsan aurinn en landið okkar verður þeim mun fátæklegra,“ segir formaður Samfylkingarinnar sem vill fara í þveröfuga átt og taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu á Akureyri. Til að fjölga íbúum á norðausturhorninu til mótvægis, til dæmis að fyrirmynd Norðmanna. Fangelsismál Akureyri Byggðamál Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En eins og Vísir greindi frá verður fangelsinu á Akureyri verður lokað. Hugmyndin er sú að með lokun fangelsisins verður hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. „Það verður varla auðveldara fyrir það að flytjast suður með fjölskyldur sínar, þó það sé í boði, en starfsmenn þaðan að flytjast á starfstöðvar út á land. En það hefur iðulega verið gagnrýnt harðlega þegar slíkar hugmyndir skjóta upp kollinum.“ Logi segir að svo virðist sem ákvörðunin sé fyrst og rekstrarlegs eðlis en ekki fagleg. „Ef peningaleg sjónarmið fá ævinlega að ráða er sjálfsagt hægt að reikna út að hagkvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suðvestur horninu. Það sparar eflaust ýmsan aurinn en landið okkar verður þeim mun fátæklegra,“ segir formaður Samfylkingarinnar sem vill fara í þveröfuga átt og taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu á Akureyri. Til að fjölga íbúum á norðausturhorninu til mótvægis, til dæmis að fyrirmynd Norðmanna.
Fangelsismál Akureyri Byggðamál Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira