Ætluðu aldrei að sinna skimun „til eilífðarnóns“ Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 18:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að í dag tilkynnti Kári í opnu bréfi til forsætisráðherra að Íslensk erfðagreining muni frá og með deginum í dag hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sagði Kári þá einnig að skimun á vegum ÍE muni ljúka mánudaginn 13. júlí. Ljóst er að framlag ÍE vegna faraldursins hefur verið veigamikið enda hafa starfsmenn fyrirtækisins skimað 72.500 manns og hafa að sögn Kára borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. Kári talaði um atburði dagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. Þá var Kári ósáttur með seinagang yfirvalda en hann segist hafa hvatt stjórnvöld til þess að vinna rösklega að því að setja á fót Faraldsfræðistofnun. Ríkisstjórnin hafi þó ákveðið að gefa sér tíma sem Kári sagði „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú. Núna þegar við erum búin að opna landamærin verða menn að geta unnið mjög hratt, verið einbeittir og tekið á þessu með afdrifaríkum hætti. Ég held það muni koma í ljós á næstu dögum og vikum að við verðum að vera á tánum,“ sagði Kári áður en að hann hrósaði bæði sóttvarnalækni og landlækni. „Við höfum mjög góðan sóttvarnalækni og mjög góðan landlækni. Fólk sem ég treysti mjög vel til að sinna sínu verki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau munu finna sér fólk til að fylla upp í það skarð sem myndast þegar við hættum,“ sagði Kári. Þá taldi forstjórinn að það yrði ekkert vandamál fyrir Landspítalann að koma því í haginn að hægt yrði að taka á sig fleiri verkefni vegna sýnatöku. Sjö dagar séu til stefnu og það hafi eingöngu tekið Íslenska erfðagreiningu fimm daga að taka að setja upp sína rannsóknarstöð þegar það var gert, án undirbúnings. Við erum búin að ljúka mjög mikilli skimun fyrir mótefni gegn veirunni, búin að skoða þrjátíu þúsund Íslendinga og búin að vinna þetta allt saman mjög vel, samfélaginu að kostnaðarlausu en það var aldrei planið að við yrðum í þessu til eilífðarnóns, ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að fyrr en seinna yrðum við að snúa okkur að okkar dagvinnu. „Ég held að þetta sé ekkert slæmur tímapunktur það er komin reynsla á skimun á landamærunum. Ég held að það sé ósköp eðlilegt að kveðja kurteisislega. Þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og hverfum inn í þessa botnlausu erfðafræði sem við búum við flesta daga,“ sagði Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að í dag tilkynnti Kári í opnu bréfi til forsætisráðherra að Íslensk erfðagreining muni frá og með deginum í dag hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sagði Kári þá einnig að skimun á vegum ÍE muni ljúka mánudaginn 13. júlí. Ljóst er að framlag ÍE vegna faraldursins hefur verið veigamikið enda hafa starfsmenn fyrirtækisins skimað 72.500 manns og hafa að sögn Kára borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. Kári talaði um atburði dagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. Þá var Kári ósáttur með seinagang yfirvalda en hann segist hafa hvatt stjórnvöld til þess að vinna rösklega að því að setja á fót Faraldsfræðistofnun. Ríkisstjórnin hafi þó ákveðið að gefa sér tíma sem Kári sagði „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú. Núna þegar við erum búin að opna landamærin verða menn að geta unnið mjög hratt, verið einbeittir og tekið á þessu með afdrifaríkum hætti. Ég held það muni koma í ljós á næstu dögum og vikum að við verðum að vera á tánum,“ sagði Kári áður en að hann hrósaði bæði sóttvarnalækni og landlækni. „Við höfum mjög góðan sóttvarnalækni og mjög góðan landlækni. Fólk sem ég treysti mjög vel til að sinna sínu verki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau munu finna sér fólk til að fylla upp í það skarð sem myndast þegar við hættum,“ sagði Kári. Þá taldi forstjórinn að það yrði ekkert vandamál fyrir Landspítalann að koma því í haginn að hægt yrði að taka á sig fleiri verkefni vegna sýnatöku. Sjö dagar séu til stefnu og það hafi eingöngu tekið Íslenska erfðagreiningu fimm daga að taka að setja upp sína rannsóknarstöð þegar það var gert, án undirbúnings. Við erum búin að ljúka mjög mikilli skimun fyrir mótefni gegn veirunni, búin að skoða þrjátíu þúsund Íslendinga og búin að vinna þetta allt saman mjög vel, samfélaginu að kostnaðarlausu en það var aldrei planið að við yrðum í þessu til eilífðarnóns, ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að fyrr en seinna yrðum við að snúa okkur að okkar dagvinnu. „Ég held að þetta sé ekkert slæmur tímapunktur það er komin reynsla á skimun á landamærunum. Ég held að það sé ósköp eðlilegt að kveðja kurteisislega. Þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og hverfum inn í þessa botnlausu erfðafræði sem við búum við flesta daga,“ sagði Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira