Innlent

Humarleiðangur Hafró gekk vel

Andri Eysteinsson skrifar
Humar á hafsbotni.
Humar á hafsbotni. Hafrannsóknunarstofnun

Fimmtugasti og annar árlegur humarleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar fór fram um miðjan síðasta mánuð en 10. til 19. júní var myndað á 85 stöðvum frá Jökuldýpi til vesturs og til Lónsdýpis í austri.

Haldið er til rannsókna á humri að vorlagi en í ár voru humarholur taldar með neðansjávarmyndavélum í fimmta skiptið.

Niðurstöðum rannsóknarinnar sem framkvæmd var í leiðangrinum verða kynntar í haust þegar farið hefur verið yfir allt myndefnið. Þá voru einnig tekin háfsýni til að fá upplýsingar um magn humarlirfa og samsetningu dýrasvifs á svæðinu.

Leiðangurinn sem fór fram um borð í rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni HF 30 undir stjórn Jónasar Páls Jónassonar leiðangursstjóra og Ásmundar Sveinssonar skipstjóra, gekk vel. Nokkur humarskip voru á veiðum á vesturhluta veiðislóðarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.