Innlent

Fjárheimild vegna forsetakosninga rúmar 432 milljónir

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti Íslands með yfirburðum laugardaginn 27. júní sl.
Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti Íslands með yfirburðum laugardaginn 27. júní sl. Vísir/Vilhelm

Endanlegur kostnaður vegna forsetakosninganna sem fram fóru síðastliðinn laugardag mun ekki liggja fyrir fyrr en eftir einhverjar vikur. Fjárheimild vegna kosninganna nemur hins vegar 432,2 milljónum króna.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um kostnað vegna kosninganna. 

Kostnaður vegna forsetakosninganna 2016 nam 341 milljón króna. Ljóst er að ráðstafanir sem gerðar voru vegna Covid-19 fela í sér aukinn kostnað, meðal annars ráðstöfun sem gripið var til til að fólki í sóttkví yrði gert kleift að kjósa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.