Menning

Beate Grimsrud er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Beate Grimsrud skrifaði bæði á norsku og sænsku.
Beate Grimsrud skrifaði bæði á norsku og sænsku. Cappelen Damms

Norski rithöfundurinn og leikstjórinn Beate Grimsrud er látin, 57 ára að aldri. Beate Grimsrud var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2011 fyrir skáldsöguna En dåre fri og kom hún til Íslands sama ár í boði norska og sænska sendiráðsins.

Beate Grimsrud fæddist í Bærum árið 1963 og hafði búið í Stokkhólmi í Svíþjóð frá 1984. Hún skrifaði bæði á sænsku og norsku.

En dåre fri er sjálfsævisöguleg saga þar sem Grimsrud fjallaði meðal annars um eiturlyfjafíkn, geðhvarfasýki og lesblindu og hennar.

Fyrsta skáldsaga bók Grimsrud, Det er grenser for hva jeg ikke forstår, kom út árið 1990, en nýjasta bók hennar, Jeg foreslår at vi våkner í apríl 2020. Alls urðu bækurnar þrettán talsins, auk þess að hún skrifaði fjölda handrita að sjónvarpsþáttum og leikritum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×