Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 22:14 Einar Hermannsson, nýkjörinn formaður SÁÁ. sAMSETT Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, sem einnig var í framboði. Einar segist spenntur fyrir nýju stöðunni og segist viss um að kjör sitt lægi öldurnar innan SÁÁ. Listi Einars náði kjöri í 48 manna stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í kvöld. Í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem nýr formaður er kjörinn samkvæmt lögum SÁÁ. Af 48 stjórnarmönnum var 41 mættur. Einar hlaut 32 atkvæði og Þórarinn níu. Kosningabaráttan fyrir stjórnarkjörið í dag hefur verið með nokkuð harkalegra móti en gengur og gerist. Þannig hafa fylkingar bæði Einars og Þórarins farið mjög frammi í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna. „Það var vissulega aðeins meiri harka í þessu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „En nú setur maður það bara aftan sig og einbeitir sér að framtíðinni.“ Einar kveðst mjög ánægður með niðurstöður formannskjörsins. Hann finni jafnframt fyrir miklum stuðningi starfsfólks, grasrótarinnar og stjórnar. „Þetta er sigur heildarinnar. Þetta er ekki bara sigur minn sigur heldur líka sigur allra sem koma að SÁÁ og vilja sjá framtíðina blómstra.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu innan SÁÁ, sem m.a. einkennst hefur af uppsögnum sem svo voru dregnar til baka. Á meðal þeirra sem sagði upp var Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi en hún er stuðningsmaður Einars. Einar kveðst viss um að kjör sitt komi til með að lægja öldurnar innan SÁÁ. „Ég er alveg með það á hreinu að starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun.“ Einar mætir til vinnu strax í fyrramálið og fundur er svo boðaður hjá framkvæmdastjórn eftir viku. Einar segir ærin verkefni bíða sín sem formaður SÁÁ. „Það brýnasta er náttúrulega alltaf fjármál samtakanna. Það þarf að ráðast í samræður við opinbera aðila um framlengingu á samningum við sjúkrastofnanir SÁÁ og svo var ég með sem eitt af helstu málunum mínum, spilakassamálið, og ég þarf að koma með lausn á því sem ég þarf að bera undir 48 manna stjórnina, hvernig við sjáum það fyrir okkur.“ Ólga innan SÁÁ Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23 Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, sem einnig var í framboði. Einar segist spenntur fyrir nýju stöðunni og segist viss um að kjör sitt lægi öldurnar innan SÁÁ. Listi Einars náði kjöri í 48 manna stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í kvöld. Í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem nýr formaður er kjörinn samkvæmt lögum SÁÁ. Af 48 stjórnarmönnum var 41 mættur. Einar hlaut 32 atkvæði og Þórarinn níu. Kosningabaráttan fyrir stjórnarkjörið í dag hefur verið með nokkuð harkalegra móti en gengur og gerist. Þannig hafa fylkingar bæði Einars og Þórarins farið mjög frammi í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna. „Það var vissulega aðeins meiri harka í þessu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „En nú setur maður það bara aftan sig og einbeitir sér að framtíðinni.“ Einar kveðst mjög ánægður með niðurstöður formannskjörsins. Hann finni jafnframt fyrir miklum stuðningi starfsfólks, grasrótarinnar og stjórnar. „Þetta er sigur heildarinnar. Þetta er ekki bara sigur minn sigur heldur líka sigur allra sem koma að SÁÁ og vilja sjá framtíðina blómstra.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu innan SÁÁ, sem m.a. einkennst hefur af uppsögnum sem svo voru dregnar til baka. Á meðal þeirra sem sagði upp var Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi en hún er stuðningsmaður Einars. Einar kveðst viss um að kjör sitt komi til með að lægja öldurnar innan SÁÁ. „Ég er alveg með það á hreinu að starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun.“ Einar mætir til vinnu strax í fyrramálið og fundur er svo boðaður hjá framkvæmdastjórn eftir viku. Einar segir ærin verkefni bíða sín sem formaður SÁÁ. „Það brýnasta er náttúrulega alltaf fjármál samtakanna. Það þarf að ráðast í samræður við opinbera aðila um framlengingu á samningum við sjúkrastofnanir SÁÁ og svo var ég með sem eitt af helstu málunum mínum, spilakassamálið, og ég þarf að koma með lausn á því sem ég þarf að bera undir 48 manna stjórnina, hvernig við sjáum það fyrir okkur.“
Ólga innan SÁÁ Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23 Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23
Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45