Mun Man Utd sjá eftir því að leyfa ungstirninu að fara frítt líkt og Pogba á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2020 22:30 Brandon Williams, Mason Greenwood og Angel Gomes eftir leik gegn Norwich City í vetur. Gomes er nú á förum frá félaginu. Tom Purslow/Getty Images Hinn 19 ára gamli Angel Gomes neitaði mjög góðu samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út á morgun. Ástæðan er sú að Gomes vill fá fleiri mínútur á vellinum en hann hefur fengið hjá enska félaginu á þessari leiktíð. The Athletic greinir frá. Gomes var enn aðeins 16 ára gamall þegar hann kom inn af varamannabekk Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið lagði Crystal Palace 2-0 á Old Trafford í lokaumferð tímabilsins 2016-2017. Aðeins Duncan Edwards var yngri en Gomes þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1951. Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney. Héldu margir að þarna væru fortíðin og framtíðin að mætast. Svo reyndist ekki vera. Síðan þá hefur Gomes fengið fá tækifæri, bæði hjá José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Þó samningaviðræður milli umboðsmanns leikmannsins og félagsins hafi staðið í marga mánuði þá náðist ekki samkomulag og hefur Gomes ákveðið að róa á önnur mið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis lið en það virðist þó sem hann sé búinn að taka ákvörðun. Feti hann í fótspor ungra og efnilegra Englendinga kæmi ekki á óvart ef hann myndi færa sig um set til Þýskalands. Gomes hluti af U-17 ára landsliði Englands sem vann HM í þeim aldursflokki fyrir nokkrum árum. Jadon Sancho - þáverandi leikmaður Manchester City- gekk í raðir Borussia Dortmund eftir mótið og hefur blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni. Phil Foden var einnig í liðinu en hann er fyrst núna að gera sig gildandi í liði Manchester City. Man Utd hefur áður gert þau mistök að leyfa ungum leikmanni að fara frítt en Paul Pogba fór til Juventus á sínum tíma og enska félagið keypti hann svo til baka á metfé sumarið 2016. Hvort saga Gomes verði svipuð verður að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Angel Gomes neitaði mjög góðu samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út á morgun. Ástæðan er sú að Gomes vill fá fleiri mínútur á vellinum en hann hefur fengið hjá enska félaginu á þessari leiktíð. The Athletic greinir frá. Gomes var enn aðeins 16 ára gamall þegar hann kom inn af varamannabekk Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið lagði Crystal Palace 2-0 á Old Trafford í lokaumferð tímabilsins 2016-2017. Aðeins Duncan Edwards var yngri en Gomes þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1951. Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney. Héldu margir að þarna væru fortíðin og framtíðin að mætast. Svo reyndist ekki vera. Síðan þá hefur Gomes fengið fá tækifæri, bæði hjá José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Þó samningaviðræður milli umboðsmanns leikmannsins og félagsins hafi staðið í marga mánuði þá náðist ekki samkomulag og hefur Gomes ákveðið að róa á önnur mið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis lið en það virðist þó sem hann sé búinn að taka ákvörðun. Feti hann í fótspor ungra og efnilegra Englendinga kæmi ekki á óvart ef hann myndi færa sig um set til Þýskalands. Gomes hluti af U-17 ára landsliði Englands sem vann HM í þeim aldursflokki fyrir nokkrum árum. Jadon Sancho - þáverandi leikmaður Manchester City- gekk í raðir Borussia Dortmund eftir mótið og hefur blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni. Phil Foden var einnig í liðinu en hann er fyrst núna að gera sig gildandi í liði Manchester City. Man Utd hefur áður gert þau mistök að leyfa ungum leikmanni að fara frítt en Paul Pogba fór til Juventus á sínum tíma og enska félagið keypti hann svo til baka á metfé sumarið 2016. Hvort saga Gomes verði svipuð verður að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira