Innlent

Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið

Kjartan Kjartansson skrifar
Malbikið þar sem banaslys varð á Kjalarnesi í gær var mun hálli en Vegagerðin gerir kröfur um. Vegarkaflinn verður malbikaður aftur. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Malbikið þar sem banaslys varð á Kjalarnesi í gær var mun hálli en Vegagerðin gerir kröfur um. Vegarkaflinn verður malbikaður aftur. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að nýja malbikið verði lagt um leið og aðstæður leyfa á kaflanum á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga. Kaflinn hafi verið mældur í morgun og reynst mun hálli en Vegagerðin gerir kröfur um.

Einnig stendur til að skipta um malbik á kafla við Gullinbrú í Reykjavík. Hann verður fræstur og endurlagður. Aðrir kaflar sem gætu verið of hálir verða einnig skoðaðir og lagfærðir ef þörf krefur.

Í millitíðinni hefur hraði verið lækkaður á köflunum þar sem hála malbiki er. Fylgst verður með viðnáminu og leyfilegur hraðir hækkaður þegar aðstæður leyfa.

„Þekkt er að nýlagt malbik er hálla í byrjun en jafnar sig nokkuð hratt. Í tilvikum sem hér um ræðir er viðnámið hinsvegar þannig að ekki verður við unað og því er brugðið til þess ráðs að leggja nýtt malbik yfir,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Aðstæðum vegna malbikisins hefur verið kennt um slysið í gær. Vegagerðin segir í tilkynningunni að til framtíðar verði sú regla tekin upp við lagningu malbiks að hraði verði alltaf lækkaður og ekki hækkaður aftur fyrr en viðnám verður ásættanlegt.


Tengdar fréttir

Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×