Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. júní 2020 19:00 Pólverjar á Íslandi kusu sér forseta í sendiráðinu í dag vísir/einar Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. Íslendingar eru ekki einir um forsetakosningar þessa dagana en Pólverjar gengu til kosninga í dag. Þær áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Það bendir allt til þess að það stefni í einvígi milli Duda og borgarstjóra Varsjár, Rafals Trzakowskis. Líkegt þykir að úrslitin ráðist í annarri umferð kosninga sem verða eftir tvær vikur þar sem frambjóðandi verður að hljóta afgerandi meirihluta atkvæða til að vinna forsetakosningarnar. Duda nýtur stuðnings stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis sem fer með völd í Póllandi. Tapi hann kosningunum gæti stjórnarandstaðan komist til aukinni áhrifa í pólskum stjórnmálum. Pólverjar á Íslandi kusu í sendiráðinu í dag og höfðu hátt í fjögur þúsund manns boðað komu sína. Um fjögur hundruð Pólverjar sem búa á landsbyggðinni höfðu áður sent atkvæði sín með pósti. „Við höfum aldrei séð slíkar tölur. Þetta þýðir að Pólverjar eru mjög áhugasamir um þessar kosningar,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. vísir/einar Sendiráðið verður opið til níu í kvöld fyrir fólk til að kjósa. Atkvæðin verða svo send rafrænt til Póllands. „Ísland nýtur sérstöðu því það er síðasti staðurinn á hnettinum þar sem kosið er því á Íslandi kjósum við tveimur klukkustundum lengur en í Póllandi. Kjörfundi lýkur í Póllandi kl. 19 að íslenskum tíma en kosning stendur enn yfir á Íslandi á þeim tíma,“ segir Gerard. Um tuttugu og fimm þúsund pólverjar búa á Íslandi og eru sumir einnig með Íslenskan ríkisborgarrétt. „Og hafa því verið uppteknir við að kjósa forseta í dag og í gær,“ segir Gerard. Pólland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. Íslendingar eru ekki einir um forsetakosningar þessa dagana en Pólverjar gengu til kosninga í dag. Þær áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Það bendir allt til þess að það stefni í einvígi milli Duda og borgarstjóra Varsjár, Rafals Trzakowskis. Líkegt þykir að úrslitin ráðist í annarri umferð kosninga sem verða eftir tvær vikur þar sem frambjóðandi verður að hljóta afgerandi meirihluta atkvæða til að vinna forsetakosningarnar. Duda nýtur stuðnings stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis sem fer með völd í Póllandi. Tapi hann kosningunum gæti stjórnarandstaðan komist til aukinni áhrifa í pólskum stjórnmálum. Pólverjar á Íslandi kusu í sendiráðinu í dag og höfðu hátt í fjögur þúsund manns boðað komu sína. Um fjögur hundruð Pólverjar sem búa á landsbyggðinni höfðu áður sent atkvæði sín með pósti. „Við höfum aldrei séð slíkar tölur. Þetta þýðir að Pólverjar eru mjög áhugasamir um þessar kosningar,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. vísir/einar Sendiráðið verður opið til níu í kvöld fyrir fólk til að kjósa. Atkvæðin verða svo send rafrænt til Póllands. „Ísland nýtur sérstöðu því það er síðasti staðurinn á hnettinum þar sem kosið er því á Íslandi kjósum við tveimur klukkustundum lengur en í Póllandi. Kjörfundi lýkur í Póllandi kl. 19 að íslenskum tíma en kosning stendur enn yfir á Íslandi á þeim tíma,“ segir Gerard. Um tuttugu og fimm þúsund pólverjar búa á Íslandi og eru sumir einnig með Íslenskan ríkisborgarrétt. „Og hafa því verið uppteknir við að kjósa forseta í dag og í gær,“ segir Gerard.
Pólland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira