Innlent

Alls greiddu 89 manns í sóttkví at­kvæði í Hlíðar­smára

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni.
Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Vísir/Einar

Alls greiddu 89 manns sem voru í sóttkví atkvæði í Hlíðarsmára í Kópavogi nú síðdegis.

Þetta staðfestir Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá embætti sýslumanns, í samtali við Vísi.

Aðstaða fyrir fólk í sóttkví var opnuð fyrir utan húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Var kjörstaðurinn opinn milli klukkan 15 og 18:30.

Atkvæðagreiðslan var með þeim hætti að kjósandi kom einn í bifreið sinni og keyrði inn í tjald sem var á staðnum. Þar skrifaði kjós­andi nafn þess sem hann vill kjósa og gerði þannig kjör­stjóra grein fyr­ir hvern hann vill kjósa.

Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sagði að óheimilt væri vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bílnum eða fara út úr honum.

Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin.

Mbl hafði eftir dómsmálaráðherra fyrr í dag að alls þeir eru í sóttkví og áttu eftir að greiða atkvæði verið 196 talsins.

Vísir/Einar
Vísir/Einar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.