Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Fjallað verður um brunann á Bræðraborgarstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald grunaður um íkveikju. Slökkvilið og lögregla boðuðu til blaðamannafundar vegna málsins nú síðdegis.

Einnig verður grein frá upplýsingafundi forsætisráðherra sem haldinn var í dag. Áfram verður skimað fyrir veirunni á landamærum Íslands en gjald fyrir sýnatöku lækkað.

Þá verður rætt við fjármálaráðherra vegna lokunar kísilvers PCC á Bakka sem segir sveitarfélagið Norðurþing hafa þurft að þola tvöfalt högg á skömmum tíma.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×