Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 16:02 Alvar Óskarsson, Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru í dag dæmdir í sjö og sex ára fangelsi fyrir fíkniefnaframleiðslu. Vísir/Vilhelm Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Alvar mun þurfa að afplána sex ára fangelsisdóm en Einar og Margeir fimm ár hvor um sig en Héraðsdómur hafði dæmt Alvar í sjö ára fangelsi og Einar og Margeir í sex ára fangelsi hvorn um sig. Alvar og Einar Jökull hafa báðir verið sakfelldir fyrir stórfelld fíkniefnabrot áður en Margeir á engan sakaferil að baki. Þremenningarnir voru fyrir Héraðsdómi allir ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, 206 kannabisplöntur, 111,5 grömm af kannabisstönglum og að hafa um nokkurt skeið ræktað þessar plöntur. Margeir játaði á sínum tíma á sig þessi brot og játaði Alvar að hafa átt minniháttar aðild að brotinu. Þá voru þeir einnig ákærðir fyrir aðild að umfangsmikilli amfetamínframleiðslu sem fór fram í sumarbústað í Heyholtslandi í Borgarfirði í fyrrasumar en alls var lagt hald á tæp 8.600 grömm af efninu. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafði verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní 2019 en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Þá var Alvar jafnan ákærður fyrir að hafa haft í bifreið sinni 7,78 grömm af amfetamíni þegar hann var stöðvaður af lögreglu á Vesturlandsvegi þann 7. júní 2019. Hann játaði að hafa haft efnið í vörslu en hélt því fram að hann hafi tekið efnið með sér úr sumarhúsinu fyrir slysni. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Alvar mun þurfa að afplána sex ára fangelsisdóm en Einar og Margeir fimm ár hvor um sig en Héraðsdómur hafði dæmt Alvar í sjö ára fangelsi og Einar og Margeir í sex ára fangelsi hvorn um sig. Alvar og Einar Jökull hafa báðir verið sakfelldir fyrir stórfelld fíkniefnabrot áður en Margeir á engan sakaferil að baki. Þremenningarnir voru fyrir Héraðsdómi allir ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, 206 kannabisplöntur, 111,5 grömm af kannabisstönglum og að hafa um nokkurt skeið ræktað þessar plöntur. Margeir játaði á sínum tíma á sig þessi brot og játaði Alvar að hafa átt minniháttar aðild að brotinu. Þá voru þeir einnig ákærðir fyrir aðild að umfangsmikilli amfetamínframleiðslu sem fór fram í sumarbústað í Heyholtslandi í Borgarfirði í fyrrasumar en alls var lagt hald á tæp 8.600 grömm af efninu. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafði verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní 2019 en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Þá var Alvar jafnan ákærður fyrir að hafa haft í bifreið sinni 7,78 grömm af amfetamíni þegar hann var stöðvaður af lögreglu á Vesturlandsvegi þann 7. júní 2019. Hann játaði að hafa haft efnið í vörslu en hélt því fram að hann hafi tekið efnið með sér úr sumarhúsinu fyrir slysni.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00