Greiða atkvæði um nafn á sameinuðu sveitarfélagi á morgun Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2020 13:27 Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar, og Borgarfjarðar eystri var samþykkt í kosningum í haust. Vísir/Hafsteinn Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu greiða atkvæði um sex nafnatillögur í íbúakönnun sem fram fer samhliða forsetakosningunum á morgun. Tillögurnar sem til greina koma eru Austurþing, Austurþinghá, Drekabyggð, Múlabyggð, Múlaþing og Múlaþinghá, en atkvæðagreiðslan verður ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sveitarfélagsins. Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar, og Borgarfjarðar eystri var samþykkt í kosningum í haust. Umsögn Örnafnanefndar Örnefnanefnd skilaði inn umsögn um sautján tillögur að heitum sem Nafnanefnd sveitarfélagsins sendi til umsagnar í febrúar. Mælti Örnefnanefnd með tveimur heitum – Múlabyggð og Múlaþinghá – en mælti ekki gegn fjórum – Austurbyggð, Austurþingi, Austurþinghá og Múlaþingi. Austurbyggð kom hins vegar ekki til greina þar sem það sveitarfélag með það nafn hafi orðið til við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps árið 2003. Það sameinaðist svo fleiri sveitarfélögum undir merkjum Fjarðabyggðar árið 2006. Bættu við Drekabyggð Undirbúningsstjórnin ákvað svo að bæta við möguleikanum Drekabyggð – heiti sem Örnefnanefnd mælist gegn því að verði fyrir valinu. Í umsögn Örnefnanefndar sagði að ekki væri hefð fyrir því að kenna stór svæði við dreka eða aðrar landvættir, en drekinn er einmitt landvættur Austurlands. Á vef undirbúningsnefndarinnar segir að kosningaaldur í könnuninni um heiti sveitarfélagsins miðist við sextán ára aldur og geta erlendir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum líka tekið þátt. „Þátttakendum verður boðið upp á raðval með því að velja fyrsta og annan valkost. Niðurstöður eru ekki bindandi og mun ný sveitarstjórn taka ákvörðun um nýtt heiti þegar hún kemur til starfa í október.“ Sveitarstjórnarmál Forsetakosningar 2020 Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu greiða atkvæði um sex nafnatillögur í íbúakönnun sem fram fer samhliða forsetakosningunum á morgun. Tillögurnar sem til greina koma eru Austurþing, Austurþinghá, Drekabyggð, Múlabyggð, Múlaþing og Múlaþinghá, en atkvæðagreiðslan verður ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sveitarfélagsins. Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar, og Borgarfjarðar eystri var samþykkt í kosningum í haust. Umsögn Örnafnanefndar Örnefnanefnd skilaði inn umsögn um sautján tillögur að heitum sem Nafnanefnd sveitarfélagsins sendi til umsagnar í febrúar. Mælti Örnefnanefnd með tveimur heitum – Múlabyggð og Múlaþinghá – en mælti ekki gegn fjórum – Austurbyggð, Austurþingi, Austurþinghá og Múlaþingi. Austurbyggð kom hins vegar ekki til greina þar sem það sveitarfélag með það nafn hafi orðið til við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps árið 2003. Það sameinaðist svo fleiri sveitarfélögum undir merkjum Fjarðabyggðar árið 2006. Bættu við Drekabyggð Undirbúningsstjórnin ákvað svo að bæta við möguleikanum Drekabyggð – heiti sem Örnefnanefnd mælist gegn því að verði fyrir valinu. Í umsögn Örnefnanefndar sagði að ekki væri hefð fyrir því að kenna stór svæði við dreka eða aðrar landvættir, en drekinn er einmitt landvættur Austurlands. Á vef undirbúningsnefndarinnar segir að kosningaaldur í könnuninni um heiti sveitarfélagsins miðist við sextán ára aldur og geta erlendir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum líka tekið þátt. „Þátttakendum verður boðið upp á raðval með því að velja fyrsta og annan valkost. Niðurstöður eru ekki bindandi og mun ný sveitarstjórn taka ákvörðun um nýtt heiti þegar hún kemur til starfa í október.“
Sveitarstjórnarmál Forsetakosningar 2020 Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira