Mælir með því að fólk láti lúsmýbit vera Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 15:00 Yrsa segir að með klóri geti bakteríur borist í sárin. Vísir/Vilhelm Sumarið er komið og Íslendingar flykkjast nú í hrönnum út á land til þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Líklega munu einhverjir ferðalangar lenda í þeim ógöngum að óvæntur gestur setji mark sitt á ferðalög sumarsins en lúsmý-tímabilið er hafið og verður næstu vikurnar að sögn Yrsu Bjartar Löve ofnæmislæknis sem ræddi lúsmýið við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý var mikið í umræðunni síðasta sumar og greip lúsmýsótti um sig hjá ferðalöngum sem keyptu viftur, smyrsl og flugnafælur eins og óðir menn. Myndir af hinum bituðu vöktu óhug enda fór ekki á milli mála þegar lúsmýið hafði látið til skarar skríða. Sterk ofnæmisviðbrögð einkenndu fórnarlömb plágunnar og fylgdu bitunum kláði, roði og bólgur. „Það sem gerist yfirleitt er að þessi bitvargur skilur eftir sig pínulítið eitur. Það eru þessi eiturefni sem eru mjög ertandi en reyndar er það einstaklingsbundið hversu mikið. Þetta eru viðbrögð við þessu eitri og verða yfirleitt kröftug bólguviðbrögð hjá þeim sem verða verst úti. Þessu fylgir roði, hiti og kláði og getur þetta tekið dálítinn tíma að jafna sig,“ sagði Yrsa í þættinum. Þá geta bitin skilið eftir sig varanleg ör en Yrsa segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál ef fólk klóri bitin ekki. Stefna ætti að því að klóra bitin alls ekki. „Það er best. Með klórinu er líka hætta á að bakteríur berist í sárin, þá getur komið sýking og þá versnar þetta allt líka,“ sagði ofnæmislæknirinn. Hún sagði þá að það gerðist gjarnan að með tíð og tíma myndi fólk ónæmi gegn bitum sem þessu og benti á stöðuna erlendis það sem moskítóflugur og annar bitvargur er algengari. „Við sjáum það á því að þar sem fólk býr við bit alla tíð er ekki mikið um að fólk sé að fá mjög kröftug bólguviðbrögð. Það er mjög dæmigert að hægt og rólega mildist þetta hjá fólki,“ sagði Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý Reykjavík síðdegis Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Sumarið er komið og Íslendingar flykkjast nú í hrönnum út á land til þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Líklega munu einhverjir ferðalangar lenda í þeim ógöngum að óvæntur gestur setji mark sitt á ferðalög sumarsins en lúsmý-tímabilið er hafið og verður næstu vikurnar að sögn Yrsu Bjartar Löve ofnæmislæknis sem ræddi lúsmýið við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý var mikið í umræðunni síðasta sumar og greip lúsmýsótti um sig hjá ferðalöngum sem keyptu viftur, smyrsl og flugnafælur eins og óðir menn. Myndir af hinum bituðu vöktu óhug enda fór ekki á milli mála þegar lúsmýið hafði látið til skarar skríða. Sterk ofnæmisviðbrögð einkenndu fórnarlömb plágunnar og fylgdu bitunum kláði, roði og bólgur. „Það sem gerist yfirleitt er að þessi bitvargur skilur eftir sig pínulítið eitur. Það eru þessi eiturefni sem eru mjög ertandi en reyndar er það einstaklingsbundið hversu mikið. Þetta eru viðbrögð við þessu eitri og verða yfirleitt kröftug bólguviðbrögð hjá þeim sem verða verst úti. Þessu fylgir roði, hiti og kláði og getur þetta tekið dálítinn tíma að jafna sig,“ sagði Yrsa í þættinum. Þá geta bitin skilið eftir sig varanleg ör en Yrsa segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál ef fólk klóri bitin ekki. Stefna ætti að því að klóra bitin alls ekki. „Það er best. Með klórinu er líka hætta á að bakteríur berist í sárin, þá getur komið sýking og þá versnar þetta allt líka,“ sagði ofnæmislæknirinn. Hún sagði þá að það gerðist gjarnan að með tíð og tíma myndi fólk ónæmi gegn bitum sem þessu og benti á stöðuna erlendis það sem moskítóflugur og annar bitvargur er algengari. „Við sjáum það á því að þar sem fólk býr við bit alla tíð er ekki mikið um að fólk sé að fá mjög kröftug bólguviðbrögð. Það er mjög dæmigert að hægt og rólega mildist þetta hjá fólki,“ sagði Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.
Lúsmý Reykjavík síðdegis Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira