Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2020 22:56 Guðmundur Franklín segist ekki fara í manngreiningarálit. Vísir/Vilhelm „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. „Ég dáist að staðfestu Trump, ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg saman hvernig greiðslu hann er með, alveg sama hvernig hann er á litinn,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann horfði ekki í manninn heldur það sem hann geri. Guðmundur sagði þá að siðferðismál, hvernig forsetinn tali komi fram og hvernig hann tali við fólk trufli sig ekkert. „Ég horfi bara eingöngu á það sem hann gerir.“ Þá var Guðmundur spurður út í samstarfsaðila hans af Einari Þorsteinssyni spyrli. Spurði Einar þá út í samstarfsmenn og eftirmenn Guðmundar sem hafa kennt sig við Frelsisflokkinn og Íslensku þjóðfylkinguna og hafna fjölmenningarsamfélaginu. „Þetta eru eflaust ágætismenn og ég þekki þá bara að einu góðu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta á ekki við um mig eða neinn minna vina. Ég er búinn að starfa erlendis í mörg ár og hef ráðið hundruð starfsmanna hvaðan sem er úr heiminum. Ég fer aldrei í manngreinarálit og menn í mínum huga eru litlausir,“ sagði Guðmundur áður en Einar spurði frekar út í tengslin og hvort mennirnir sem um ræðir myndu verða Guðmundi til ráðgjafar fari svo að hann nái kjöri. „Það er fullt af fólki í kringum mig og ég get ekki valið úr, ég fer ekki í manngreiningarálit,“ sagði Guðmundur áður en Einar skaut inn í að hann hafi valið að starfa með þessum mönnum. „Ég valdi þá ekki sérstaklega, þeir komu til mín. Ég tek öllum opnum örmum, sama hvað hann heitir og hvaðan hann er, svo framarlega hann er heiðarlegur,“ sagði Guðmundur sem sagðist telja að kosningarnar færu 53%-47% honum í hag áður enn hann sagðist myndu eyða næstu dögum í undirbúning fyrir flutninginn á Bessastaði. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
„Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. „Ég dáist að staðfestu Trump, ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg saman hvernig greiðslu hann er með, alveg sama hvernig hann er á litinn,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann horfði ekki í manninn heldur það sem hann geri. Guðmundur sagði þá að siðferðismál, hvernig forsetinn tali komi fram og hvernig hann tali við fólk trufli sig ekkert. „Ég horfi bara eingöngu á það sem hann gerir.“ Þá var Guðmundur spurður út í samstarfsaðila hans af Einari Þorsteinssyni spyrli. Spurði Einar þá út í samstarfsmenn og eftirmenn Guðmundar sem hafa kennt sig við Frelsisflokkinn og Íslensku þjóðfylkinguna og hafna fjölmenningarsamfélaginu. „Þetta eru eflaust ágætismenn og ég þekki þá bara að einu góðu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta á ekki við um mig eða neinn minna vina. Ég er búinn að starfa erlendis í mörg ár og hef ráðið hundruð starfsmanna hvaðan sem er úr heiminum. Ég fer aldrei í manngreinarálit og menn í mínum huga eru litlausir,“ sagði Guðmundur áður en Einar spurði frekar út í tengslin og hvort mennirnir sem um ræðir myndu verða Guðmundi til ráðgjafar fari svo að hann nái kjöri. „Það er fullt af fólki í kringum mig og ég get ekki valið úr, ég fer ekki í manngreiningarálit,“ sagði Guðmundur áður en Einar skaut inn í að hann hafi valið að starfa með þessum mönnum. „Ég valdi þá ekki sérstaklega, þeir komu til mín. Ég tek öllum opnum örmum, sama hvað hann heitir og hvaðan hann er, svo framarlega hann er heiðarlegur,“ sagði Guðmundur sem sagðist telja að kosningarnar færu 53%-47% honum í hag áður enn hann sagðist myndu eyða næstu dögum í undirbúning fyrir flutninginn á Bessastaði.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels