Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2020 19:05 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. „Við vitum að útbreiðslan er hvað mest í Bandaríkjunum, og hún er mikil í Brasilíu og á Indlandi, þannig ég held að við þurfum að vera mjög varkár. Ég myndi vera mjög áhyggjufullur yfir því ef við færum að opna á það," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Bandaríkjamenn hafa almennt ekki mátt ferðast til landa innan Schengen-svæðisins og nú virðist ekki útlit fyrir að það breytist þann 1. júlí þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð að hluta. Í umfjöllun New York Times í dag segir að Bandaríkin, Rússland og Brasilía séu ekki á drögum að lista yfir svokölluð örugg ríki sem opnað verður á. Dómsmálaráðherra segir listann í vinnslu, þetta sé þó líkleg niðurstaða. „Það er auðvitað líklegt miðað við fjölda smita þar núna og þróunina sem er í landinu," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir segir óljóst hvað þyrfti að breytast til að hann teldi öruggt að taka á móti bandarískum ferðamönnum. „Það eru margar þjóðir að reyna finna einhverja formúlu til að meta áhættuna á því að ferðamenn geti borið með sér veiruna frá ýmsum svæðum. Það eru mjög breytilegar forsendur sem menn eru að nota og ég get ekki séð að það sé mikið vit í þvi," segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Ekki útilokað að ganga lengra en önnur lönd Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að einungis tvö svokölluð virk smit hafa greinst í landamæraeftirliti á síðustu viku. Önnur hafa verið eldri smit þar sem einstaklingur er ekki lengur smitandi. Talið er líklegt að skimun verði að minnsta kosti haldið áfram til júlíloka. Dómsmálaráðherra hefur viðrað hugmyndir um að Ísland gangi lengra en önnur Schengen-ríki, sinni brottfarareftirliti hér á landi og hleypi þá til að mynda Bandaríkjamönnum til landsins Ríki innan Schengen hafa tekið illa í slíkar hugmyndir. Áslaug segir leiðina ekki útilokaða þrátt fyrir neikvæð viðbrögð. „Við þurfum alltaf að meta hagsmuni okkar í hvert sinn og við munum áfram gera það. Við höfum verið að fara þá leið að skima alla og erum þá ekki að gera upp á milli landa innan Schengen eins og mörg ríki eru að gera. Þannig við þurfum bara að gera þetta á okkar forsendum," segir Áslaug. Mikilvæg forsenda sé þó að Íslendingum verði jafnframt leyft að koma til Bandaríkjanna. „Gagnkvæmnin er ekki síður mikilvæg. En við höfum ekki fengið neinar vísbendingar frá Bandaríkjunum um hvað þau hyggjast gera og hver næstu skref verða þar," segir Áslaug. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelm Icelandair breytir Bandaríkjaflugi Icelandair hefur þurft að breyta flugáætlun sinni nú þegar útlit er fyrir að ekki sé von á bandarískum ferðamönnum. „Um miðjan júní vorum við með áætlun um að auka Bandaríkjaflugið talsvert frá 1. júlí en höfum nú dregið aftur úr því," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Félagið ætlaði að fljúga til sex áfangastaða í Bandaríkjunum. Nú verður einungis áfram flogið til Boston en Seattle þó bætt við. Hann segir það hafa verið viðbúið að breyta þyrfti áætlunum. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér. En við höfum gert ráð fyrir í okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í einhvern tíma," segir Bogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. „Við vitum að útbreiðslan er hvað mest í Bandaríkjunum, og hún er mikil í Brasilíu og á Indlandi, þannig ég held að við þurfum að vera mjög varkár. Ég myndi vera mjög áhyggjufullur yfir því ef við færum að opna á það," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Bandaríkjamenn hafa almennt ekki mátt ferðast til landa innan Schengen-svæðisins og nú virðist ekki útlit fyrir að það breytist þann 1. júlí þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð að hluta. Í umfjöllun New York Times í dag segir að Bandaríkin, Rússland og Brasilía séu ekki á drögum að lista yfir svokölluð örugg ríki sem opnað verður á. Dómsmálaráðherra segir listann í vinnslu, þetta sé þó líkleg niðurstaða. „Það er auðvitað líklegt miðað við fjölda smita þar núna og þróunina sem er í landinu," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir segir óljóst hvað þyrfti að breytast til að hann teldi öruggt að taka á móti bandarískum ferðamönnum. „Það eru margar þjóðir að reyna finna einhverja formúlu til að meta áhættuna á því að ferðamenn geti borið með sér veiruna frá ýmsum svæðum. Það eru mjög breytilegar forsendur sem menn eru að nota og ég get ekki séð að það sé mikið vit í þvi," segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Ekki útilokað að ganga lengra en önnur lönd Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að einungis tvö svokölluð virk smit hafa greinst í landamæraeftirliti á síðustu viku. Önnur hafa verið eldri smit þar sem einstaklingur er ekki lengur smitandi. Talið er líklegt að skimun verði að minnsta kosti haldið áfram til júlíloka. Dómsmálaráðherra hefur viðrað hugmyndir um að Ísland gangi lengra en önnur Schengen-ríki, sinni brottfarareftirliti hér á landi og hleypi þá til að mynda Bandaríkjamönnum til landsins Ríki innan Schengen hafa tekið illa í slíkar hugmyndir. Áslaug segir leiðina ekki útilokaða þrátt fyrir neikvæð viðbrögð. „Við þurfum alltaf að meta hagsmuni okkar í hvert sinn og við munum áfram gera það. Við höfum verið að fara þá leið að skima alla og erum þá ekki að gera upp á milli landa innan Schengen eins og mörg ríki eru að gera. Þannig við þurfum bara að gera þetta á okkar forsendum," segir Áslaug. Mikilvæg forsenda sé þó að Íslendingum verði jafnframt leyft að koma til Bandaríkjanna. „Gagnkvæmnin er ekki síður mikilvæg. En við höfum ekki fengið neinar vísbendingar frá Bandaríkjunum um hvað þau hyggjast gera og hver næstu skref verða þar," segir Áslaug. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelm Icelandair breytir Bandaríkjaflugi Icelandair hefur þurft að breyta flugáætlun sinni nú þegar útlit er fyrir að ekki sé von á bandarískum ferðamönnum. „Um miðjan júní vorum við með áætlun um að auka Bandaríkjaflugið talsvert frá 1. júlí en höfum nú dregið aftur úr því," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Félagið ætlaði að fljúga til sex áfangastaða í Bandaríkjunum. Nú verður einungis áfram flogið til Boston en Seattle þó bætt við. Hann segir það hafa verið viðbúið að breyta þyrfti áætlunum. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér. En við höfum gert ráð fyrir í okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í einhvern tíma," segir Bogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent