Lífið

Af­­kvæmi selsins Snorra heitins og Sæ­rúnar kom í heiminn í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Selur í Húsdýragarðinum.
Selur í Húsdýragarðinum. Vísir/Vilhelm

Nýjasti íbúi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins kom í heiminn í morgun en landselsurtan Særún kæpti snemma dags.

Greint er frá þessu á Facebook-síðu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en með þeim í selalauginni eru tveir ungir selir – annar fæddur 2017 og hinn í fyrra.

Myndband af selunum var birt á Facebook-síðu garðsins í morgun.

„Það að kópurinn hafi valið Jónsmessu til að koma í heiminn sveipar hann dulúðlegum blæ. Kannski að hann hafi komið dansandi enda þekkt að selir kasti hömum sínum og haldi dansiball á Jónsmessunótt og á öðrum þekktum kyngimögnuðum nóttum.

Særún er 31 árs gömul og verður að teljast frekar gömul móðir á mælikvarða sela. Ljóst er að þetta er síðasti kópurinn sem fæðist í Húsdýragarðinum í bili þar sem faðir kópsins, brimillinn Snorri féll frá i vetur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×