Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 19:55 Gunnar Bragi Sveinsson er 7. þingmaður suðvesturkjördæmis. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og svo margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur komið eru umbúðirnar flottar, blaðamannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið, mjög lítið, herra forseti,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að Miðflokkurinn hafi reynt eftir fremsta megni að „ laga áform ríkisstjórnarinnar“ og liðka fyrir málum sem lögð hafa verið fram í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórnarflokkana hafa hamast við að klára þingmál sem ekki hafi fengið nægilega góða umfjöllun í þingnefndum. „Það eru engin vinnubrögð að ganga á lagið gagnvart stjórnarandstöðunni og ætlast til að ráðherrar geti rennt stórum, umdeildum og kostnaðarsömum málum í gegnum þingið í skjóli þess að þingstörfin læstust um mál tengd Kórónuveirunni.“ Ekki kappsmál Miðflokksins að þvælast fyrir Gunnar Bragi sagði flokk sinn, Miðflokkinn, oft hafa verið sakaðan um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarflokkanna á þingi. „Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi. Hann bætti þá við að sér fyndist stjórnmál dagsins í dag snúast of lítið um stjórnmál og meira um „umbúðir og læk á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa.“ „Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna,“ sagði Gunnar Bragi. Vörður frjálsra skoðanaskipta Eins vék Gunnar Bragi máli sínu að tjáningarfrelsinu, og benti á að það væri ekki við lýði alls staðar í heiminum. „Við höfum notið þess á Íslandi að geta rætt hlutina, verið ósammála eða sammála, haft málfrelsi og allar skoðanir hafa fengið á njóta sín. Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“ Benti hann þá á að Alþingi ætti að vera vörður frjálsra skoðanaskipta. „Pössum uppá lýðræðið, fullveldið, málfrelsið og einstök gæði landsins okkar. Góðar stundir.“ Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með eldhúsdagsumræðum Alþingis í beinni útsendingu. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og svo margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur komið eru umbúðirnar flottar, blaðamannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið, mjög lítið, herra forseti,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að Miðflokkurinn hafi reynt eftir fremsta megni að „ laga áform ríkisstjórnarinnar“ og liðka fyrir málum sem lögð hafa verið fram í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórnarflokkana hafa hamast við að klára þingmál sem ekki hafi fengið nægilega góða umfjöllun í þingnefndum. „Það eru engin vinnubrögð að ganga á lagið gagnvart stjórnarandstöðunni og ætlast til að ráðherrar geti rennt stórum, umdeildum og kostnaðarsömum málum í gegnum þingið í skjóli þess að þingstörfin læstust um mál tengd Kórónuveirunni.“ Ekki kappsmál Miðflokksins að þvælast fyrir Gunnar Bragi sagði flokk sinn, Miðflokkinn, oft hafa verið sakaðan um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarflokkanna á þingi. „Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi. Hann bætti þá við að sér fyndist stjórnmál dagsins í dag snúast of lítið um stjórnmál og meira um „umbúðir og læk á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa.“ „Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna,“ sagði Gunnar Bragi. Vörður frjálsra skoðanaskipta Eins vék Gunnar Bragi máli sínu að tjáningarfrelsinu, og benti á að það væri ekki við lýði alls staðar í heiminum. „Við höfum notið þess á Íslandi að geta rætt hlutina, verið ósammála eða sammála, haft málfrelsi og allar skoðanir hafa fengið á njóta sín. Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“ Benti hann þá á að Alþingi ætti að vera vörður frjálsra skoðanaskipta. „Pössum uppá lýðræðið, fullveldið, málfrelsið og einstök gæði landsins okkar. Góðar stundir.“ Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með eldhúsdagsumræðum Alþingis í beinni útsendingu.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira