Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 19:55 Gunnar Bragi Sveinsson er 7. þingmaður suðvesturkjördæmis. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og svo margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur komið eru umbúðirnar flottar, blaðamannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið, mjög lítið, herra forseti,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að Miðflokkurinn hafi reynt eftir fremsta megni að „ laga áform ríkisstjórnarinnar“ og liðka fyrir málum sem lögð hafa verið fram í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórnarflokkana hafa hamast við að klára þingmál sem ekki hafi fengið nægilega góða umfjöllun í þingnefndum. „Það eru engin vinnubrögð að ganga á lagið gagnvart stjórnarandstöðunni og ætlast til að ráðherrar geti rennt stórum, umdeildum og kostnaðarsömum málum í gegnum þingið í skjóli þess að þingstörfin læstust um mál tengd Kórónuveirunni.“ Ekki kappsmál Miðflokksins að þvælast fyrir Gunnar Bragi sagði flokk sinn, Miðflokkinn, oft hafa verið sakaðan um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarflokkanna á þingi. „Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi. Hann bætti þá við að sér fyndist stjórnmál dagsins í dag snúast of lítið um stjórnmál og meira um „umbúðir og læk á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa.“ „Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna,“ sagði Gunnar Bragi. Vörður frjálsra skoðanaskipta Eins vék Gunnar Bragi máli sínu að tjáningarfrelsinu, og benti á að það væri ekki við lýði alls staðar í heiminum. „Við höfum notið þess á Íslandi að geta rætt hlutina, verið ósammála eða sammála, haft málfrelsi og allar skoðanir hafa fengið á njóta sín. Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“ Benti hann þá á að Alþingi ætti að vera vörður frjálsra skoðanaskipta. „Pössum uppá lýðræðið, fullveldið, málfrelsið og einstök gæði landsins okkar. Góðar stundir.“ Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með eldhúsdagsumræðum Alþingis í beinni útsendingu. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og svo margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur komið eru umbúðirnar flottar, blaðamannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið, mjög lítið, herra forseti,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að Miðflokkurinn hafi reynt eftir fremsta megni að „ laga áform ríkisstjórnarinnar“ og liðka fyrir málum sem lögð hafa verið fram í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórnarflokkana hafa hamast við að klára þingmál sem ekki hafi fengið nægilega góða umfjöllun í þingnefndum. „Það eru engin vinnubrögð að ganga á lagið gagnvart stjórnarandstöðunni og ætlast til að ráðherrar geti rennt stórum, umdeildum og kostnaðarsömum málum í gegnum þingið í skjóli þess að þingstörfin læstust um mál tengd Kórónuveirunni.“ Ekki kappsmál Miðflokksins að þvælast fyrir Gunnar Bragi sagði flokk sinn, Miðflokkinn, oft hafa verið sakaðan um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarflokkanna á þingi. „Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi. Hann bætti þá við að sér fyndist stjórnmál dagsins í dag snúast of lítið um stjórnmál og meira um „umbúðir og læk á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa.“ „Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna,“ sagði Gunnar Bragi. Vörður frjálsra skoðanaskipta Eins vék Gunnar Bragi máli sínu að tjáningarfrelsinu, og benti á að það væri ekki við lýði alls staðar í heiminum. „Við höfum notið þess á Íslandi að geta rætt hlutina, verið ósammála eða sammála, haft málfrelsi og allar skoðanir hafa fengið á njóta sín. Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“ Benti hann þá á að Alþingi ætti að vera vörður frjálsra skoðanaskipta. „Pössum uppá lýðræðið, fullveldið, málfrelsið og einstök gæði landsins okkar. Góðar stundir.“ Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með eldhúsdagsumræðum Alþingis í beinni útsendingu.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira