Vilja fá vísindalegar rannsóknir áður en ákvörðun er tekin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 13:04 Siglufjörður er hluti af sveitarfélaginu Fjallabyggð. Vísir/Egill Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því í umsögn til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að nokkrar ákvarðanir verði teknar um friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi í sjó án þess að fyrst fari fram vísindalegar rannsóknir. Ráðherra er hvattur til að láta ljúka við og birta rannsóknir um burðarþol og áhættumat vegna mögulegs laxeldis í firðinum. Tekist hefur verið á um laxeldi í sjókvíum í Eyjafirði eftir að meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyri samþykkti nýverið að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Í kjölfarið kallaði ráðherra eftir umsögnum frá sveitarstjórnum á svæðinu, þremur stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum um hvort rétt væri að lýsa yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði með því að strika línu frá Siglunesi að Bjarnarfalli. Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir á fundi sínum í dag þar sem lögð var fram umsögn sveitarfélagsins til ráðherra í tilefni umsagnarbeiðnarinnar. Í bókun bæjarráðsins segir meðal annars að ekki sé tímabært að veita ráðherra endanlega umsögn um hvort banna eigi fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum við Eyjafjörð. Telur bæjarráð að stórar ákvarðanir um málefni sem getur varðað framtíðarhagsmuni og þróun samfélags í Fjallabyggð til langrar framtíðar megi ekki taka nema til þeirra sé vandað og upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna leika þar lykilhlutverk. Í umsögninni sem send var ráðherra segir að framtíðarstefnu varðandi nýtingu eða friðun fjarðarins verði að grundvallda á rannsóknum, sem taki bæði til efnahagslegra og samfélagslegra þátta sem og lífríkis. Án slíkra rannsókna sé ekki að móta stefnu eða taka ákvarðanir. Þannig sé ekki hægt að taka ákvörðun um að takmarka eða banna fiskeldi á ákveðnum svæðum sem teljist sérlæga viðkvæm nema fyrir liggi rannsóknir sem styðji við slíka ákvörðun. Telur bæjarráðið því að framkvæma verði vandað burðarþolsmat með tilliti til fiskeldis og áhættumat varðandi mögulega erfðablöndun fiskeldis á svæðinu áður en ákvörðun verði tekin um nýtingu eða friðun Eyjafjarðar. Án þess sé ekki hægt að taka endanleg afstöðu til hvort banna eigi eða takmarka fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Þá er ráðherra ennfremur eindregið hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat sem unnar hafa verið í firðinum varðandi mögulegt eldi. Tengd skjöl 2020-06-23_Umsogn_til_sjavarutvegs-_og_landbunadaradherraPDF291KBSækja skjal Fiskeldi Stjórnsýsla Fjallabyggð Akureyri Hörgársveit Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00 Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því í umsögn til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að nokkrar ákvarðanir verði teknar um friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi í sjó án þess að fyrst fari fram vísindalegar rannsóknir. Ráðherra er hvattur til að láta ljúka við og birta rannsóknir um burðarþol og áhættumat vegna mögulegs laxeldis í firðinum. Tekist hefur verið á um laxeldi í sjókvíum í Eyjafirði eftir að meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyri samþykkti nýverið að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Í kjölfarið kallaði ráðherra eftir umsögnum frá sveitarstjórnum á svæðinu, þremur stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum um hvort rétt væri að lýsa yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði með því að strika línu frá Siglunesi að Bjarnarfalli. Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir á fundi sínum í dag þar sem lögð var fram umsögn sveitarfélagsins til ráðherra í tilefni umsagnarbeiðnarinnar. Í bókun bæjarráðsins segir meðal annars að ekki sé tímabært að veita ráðherra endanlega umsögn um hvort banna eigi fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum við Eyjafjörð. Telur bæjarráð að stórar ákvarðanir um málefni sem getur varðað framtíðarhagsmuni og þróun samfélags í Fjallabyggð til langrar framtíðar megi ekki taka nema til þeirra sé vandað og upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna leika þar lykilhlutverk. Í umsögninni sem send var ráðherra segir að framtíðarstefnu varðandi nýtingu eða friðun fjarðarins verði að grundvallda á rannsóknum, sem taki bæði til efnahagslegra og samfélagslegra þátta sem og lífríkis. Án slíkra rannsókna sé ekki að móta stefnu eða taka ákvarðanir. Þannig sé ekki hægt að taka ákvörðun um að takmarka eða banna fiskeldi á ákveðnum svæðum sem teljist sérlæga viðkvæm nema fyrir liggi rannsóknir sem styðji við slíka ákvörðun. Telur bæjarráðið því að framkvæma verði vandað burðarþolsmat með tilliti til fiskeldis og áhættumat varðandi mögulega erfðablöndun fiskeldis á svæðinu áður en ákvörðun verði tekin um nýtingu eða friðun Eyjafjarðar. Án þess sé ekki hægt að taka endanleg afstöðu til hvort banna eigi eða takmarka fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Þá er ráðherra ennfremur eindregið hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat sem unnar hafa verið í firðinum varðandi mögulegt eldi. Tengd skjöl 2020-06-23_Umsogn_til_sjavarutvegs-_og_landbunadaradherraPDF291KBSækja skjal
Fiskeldi Stjórnsýsla Fjallabyggð Akureyri Hörgársveit Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00 Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00
Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06