RIFF hlýtur veglegan styrk Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júní 2020 13:30 Hátíðin hefst 24. september í haust. Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í 17. sinn í haust en forsvarsmenn hátíðarinnar fengu á dögunum Creative Europe - Media styrkinn. Styrkurinn er veittur til framúrskarandi kvikmyndahátíða í Evrópu og nemur nærri átta milljónum króna. Nýrra og spennandi leiða verður leitað til að sýna kvikmyndir á hátíðinni í ár eins og segir í tilkynningu frá RIFF. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin að vanda í haus.. Hátíðin fer fram dagana 24. september til 4. október næstkomandi. RIFF er ein af ríflega 30 kvikmyndahátíðum í Evrópu sem hlutu styrkinn en umsóknir voru um 100. Styrkurinn er lyftistöng fyrir hátíðina og ýmis ákvæði sem fylgja styrkveitingunni er varðar dagskrá og framkvæmd. „Það er góð viðurkenning á starfi okkar að fá Media styrkinn sem sýnir að við erum á réttri braut. RIFF er á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti, hún þykir hafa sérstöðu í evrópsku samhengi og fagaðilar fylgjast vel með því sem við erum að gera. Þessa dagana er unnið að því að móta dagskrá hátíðarinnar sem verður að einhverju leyti óhefðbundin í kjölfar ástandsins síðustu mánaða. Fólk vill örugglega geta farið í bíó eftir að hafa verið mikið heima fyrir en við ætlum líka að leita nýrra og spennandi leiða til að sýna myndirnar okkar,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt þegar líða tekur á sumarið. Hátíðin er einnig styrkt af ríki og borg og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. RIFF er einnig stofnmeðlimur nýrra, evrópskra hagsmunasamtaka kvikmyndahátíða er kallast Europa film festivals. Samtökin eru sett á fót í samvinnu við um tíu aðrar kvikmyndahátíðir m.a. írsku kvikmyndahátíðina Galway Film Fleadh, Geneva International Film Festival í Sviss, Festival de Films CINEMANIA í Kanada, Midnight Sun Film Festival, í Finnlandi, Filmfest Hamburg í Þýsklandi og hollensku hátíðina Noordelijk Film Festival. Megin tilgangur samtakanna er sá að til verði vettvangur fyrir forsvarsmenn evrópskra kvikmyndahátíða til að deila reynslu, hugmyndum og áætlunum. Einnig verður unnið að stefnumótun er varðar ákvarðanir um álitaefni og sameiginleg málefni og þróaðar leiðir til styðja við undirstöður kvikmyndageirans með ýmsu móti. Þannig skapist einstakt tækifæri til að ljá kvikmyndahátíðum um Evrópu alla sameinaða og sterkari rödd. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í 17. sinn í haust en forsvarsmenn hátíðarinnar fengu á dögunum Creative Europe - Media styrkinn. Styrkurinn er veittur til framúrskarandi kvikmyndahátíða í Evrópu og nemur nærri átta milljónum króna. Nýrra og spennandi leiða verður leitað til að sýna kvikmyndir á hátíðinni í ár eins og segir í tilkynningu frá RIFF. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin að vanda í haus.. Hátíðin fer fram dagana 24. september til 4. október næstkomandi. RIFF er ein af ríflega 30 kvikmyndahátíðum í Evrópu sem hlutu styrkinn en umsóknir voru um 100. Styrkurinn er lyftistöng fyrir hátíðina og ýmis ákvæði sem fylgja styrkveitingunni er varðar dagskrá og framkvæmd. „Það er góð viðurkenning á starfi okkar að fá Media styrkinn sem sýnir að við erum á réttri braut. RIFF er á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti, hún þykir hafa sérstöðu í evrópsku samhengi og fagaðilar fylgjast vel með því sem við erum að gera. Þessa dagana er unnið að því að móta dagskrá hátíðarinnar sem verður að einhverju leyti óhefðbundin í kjölfar ástandsins síðustu mánaða. Fólk vill örugglega geta farið í bíó eftir að hafa verið mikið heima fyrir en við ætlum líka að leita nýrra og spennandi leiða til að sýna myndirnar okkar,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt þegar líða tekur á sumarið. Hátíðin er einnig styrkt af ríki og borg og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. RIFF er einnig stofnmeðlimur nýrra, evrópskra hagsmunasamtaka kvikmyndahátíða er kallast Europa film festivals. Samtökin eru sett á fót í samvinnu við um tíu aðrar kvikmyndahátíðir m.a. írsku kvikmyndahátíðina Galway Film Fleadh, Geneva International Film Festival í Sviss, Festival de Films CINEMANIA í Kanada, Midnight Sun Film Festival, í Finnlandi, Filmfest Hamburg í Þýsklandi og hollensku hátíðina Noordelijk Film Festival. Megin tilgangur samtakanna er sá að til verði vettvangur fyrir forsvarsmenn evrópskra kvikmyndahátíða til að deila reynslu, hugmyndum og áætlunum. Einnig verður unnið að stefnumótun er varðar ákvarðanir um álitaefni og sameiginleg málefni og þróaðar leiðir til styðja við undirstöður kvikmyndageirans með ýmsu móti. Þannig skapist einstakt tækifæri til að ljá kvikmyndahátíðum um Evrópu alla sameinaða og sterkari rödd.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira