Innlent

Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Talsverðar drunur má heyra.
Talsverðar drunur má heyra. Mynd/Skjáskot

Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld.

Eins og sjá má lék allt á reiðiskjálfi í húsinu og heyra má talsverðar drunur. Í færslu Veðurstofunnar á Facebook sem fylgir myndbandinu segir að húsið sé um 60 kílómetra frá upptökum skjálftans, sem er sá næststærsti í þeirri skjálftahrinu sem nú er í gangi norður af Siglufirði.

„Af myndbandinnu að dæma vara áhrif skjálftans í um 25 sekúndur,“ segir í færslu Veðurstofunnar en skjálftinn fannst víða um land.

Umrætt myndband má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ekkert lát á skjálftavirkni í nótt

Jörð skalf áfram norðan heiða í nótt og var einn þeirra 3,3 stig. Annars hafa fáir farið yfir þrjú stig, miðað við töflu Veðurstofunnar.

Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Skjálfti af stærðinni 5,7 reið yfir Norðurland

Jarðskjálftinn sem reið yfir norðurland klukkan 18:20 var ekki lengi stærsti skjálfti dagsins því jarðskjálfti af stærðinni 5,7 skók jörð skömmu eftir klukkan 19 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.