Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. júní 2020 21:17 Frá Siglufirði í dag Vísir/ Jóhann K. Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. „Það er náttúrulega óvissuástand en að öðru leyti veit maður ósköp lítið. Reynir bara að vera tilbúinn fyrir það sem gæti gerst, hvað sem það nú verður. Eðlilega er fólki brugðið en á sama tíma heldur það ró sinni og yfirvegun,“ sagði Elías Pétursson bæjarstjóri í Fjallabyggð í kvöldfréttum Stöðvar 2 en íbúar sveitarfélagsins hafa, líkt og íbúar víðar á Norðurlandi, fundið fyrir náttúruöflunum í formi mikillar jarðskjálftavirkni síðustu daga. Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra fundaði á svæðinu í dag og segir Elías að farið hafi verið yfir stöðuna, hvar upptök skjálftanna eru og hvort þeir nálgist Húsavík. Elías sagði sveitarfélögin á Tröllaskaga vera eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta. „Algjörlega, ég tel þau eins reiðubúin og þú getur verið undir svona mikla óvissu,“ sagði bæjarstjórinn. Almannavarnir hafa hvatt íbúa á skjálftasvæðum til þess að vera á varðbergi þar sem ekki er hægt að útiloka stærri skjálfta. Frá því að jarðskjálftahrinan hófst á föstudagskvöld hafa yfir 2000 skjálftar mælst og þar af yfir 70 sem mældust stærri en 3,0. „Við verðum bara að búa okkur undir það að gætu orðið stærri skjálftar á svæðinu. Við vitum það að stærri skjálftar þeir koma í framhaldi af svona hrinum. Við erum með ágætisheimildir um náttúruöflin,“ sagði Kristín Jónsdóttir hjá Náttúruvárvöktun Veðurstofunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ofanflóðasérfræðinga á Akureyri í dag og flaug með á svæðið til þess að meta aðstæður í fjöllum þar sem grjót hefur hrunið. Þá er varðskipið Þór væntanlegt frá Ísafirði inn í Eyjafjörð til þess að vera til taks komi harðari skjálftar. TF-EIR er mætt á norðurlandið.Vísir/Jóhann K. Fréttastofa ræddi við íbúa og gesti á Siglufirði í dag og höfðu viðmælendur mismunandi sögu að segja frá upplifun sinni af skjálftahrinunni. „Ég var bara að dansa og eitthvað, svo allt í einu byrjaði ég að hristast og ég vissi ekki hvað var að gerast. Svo kíkti ég á rúðurnar og þær voru byrjaðar að hristast svo þegar hann var búinn þá spurði ég ömmu mína hvað þetta hafi verið, því ég hef aldrei upplifað jarðskjálfta,“ sagði Birgitta Elín Guðlaugsdóttir en amma hennar, Erla Svanbergsdóttir, sagðist ekki hafa vaknað við smáskjálftana í nótt en segir að skjálftarnir hafi verið sterkir í gær. „Þeir voru sterkir í gær, með miklum hávaða og látum og það er það sem að fer svolítið í mann,“ sagði Erla. „Eftir einn kippinn í gær þá tókum við niður myndir og úr hillum og svoleiðis,“ sagði Guðjón Jóhannsson sem var að vinna í stiga þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Hann sagðist ekkert hugsa um það hvort jarðskjálfti geti orðið á meðan. „Maður hugsar ekkert um það, það var áðan smákippur,“ sagði Guðjón og kvaðst ekki hafa orðið var við það að íbúar eða gestir á Siglufirði væru skelkaðir vegna stöðunnar. „Ég er bara að mála.“ Guðjón var óhræddur við jarðskjálftana og málaði eins og óður maður í dag.Vísir/ Jóhann K. Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð sagði þá að eitthvað hefði verið um tilkynningar um tjón eftir skjálftann. „Það var eitthvað af því að brotnað hafi glerdót og hrunið af veggjum og svoleiðis en ekkert alvarlegt. Það er ákveðinn kvíði í fólki því verður ekki neitað. Hræðsla er ábyggilega fyrir hendi þó menn vilji ekki viðurkenna það svona almennt. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. „Það er náttúrulega óvissuástand en að öðru leyti veit maður ósköp lítið. Reynir bara að vera tilbúinn fyrir það sem gæti gerst, hvað sem það nú verður. Eðlilega er fólki brugðið en á sama tíma heldur það ró sinni og yfirvegun,“ sagði Elías Pétursson bæjarstjóri í Fjallabyggð í kvöldfréttum Stöðvar 2 en íbúar sveitarfélagsins hafa, líkt og íbúar víðar á Norðurlandi, fundið fyrir náttúruöflunum í formi mikillar jarðskjálftavirkni síðustu daga. Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra fundaði á svæðinu í dag og segir Elías að farið hafi verið yfir stöðuna, hvar upptök skjálftanna eru og hvort þeir nálgist Húsavík. Elías sagði sveitarfélögin á Tröllaskaga vera eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta. „Algjörlega, ég tel þau eins reiðubúin og þú getur verið undir svona mikla óvissu,“ sagði bæjarstjórinn. Almannavarnir hafa hvatt íbúa á skjálftasvæðum til þess að vera á varðbergi þar sem ekki er hægt að útiloka stærri skjálfta. Frá því að jarðskjálftahrinan hófst á föstudagskvöld hafa yfir 2000 skjálftar mælst og þar af yfir 70 sem mældust stærri en 3,0. „Við verðum bara að búa okkur undir það að gætu orðið stærri skjálftar á svæðinu. Við vitum það að stærri skjálftar þeir koma í framhaldi af svona hrinum. Við erum með ágætisheimildir um náttúruöflin,“ sagði Kristín Jónsdóttir hjá Náttúruvárvöktun Veðurstofunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ofanflóðasérfræðinga á Akureyri í dag og flaug með á svæðið til þess að meta aðstæður í fjöllum þar sem grjót hefur hrunið. Þá er varðskipið Þór væntanlegt frá Ísafirði inn í Eyjafjörð til þess að vera til taks komi harðari skjálftar. TF-EIR er mætt á norðurlandið.Vísir/Jóhann K. Fréttastofa ræddi við íbúa og gesti á Siglufirði í dag og höfðu viðmælendur mismunandi sögu að segja frá upplifun sinni af skjálftahrinunni. „Ég var bara að dansa og eitthvað, svo allt í einu byrjaði ég að hristast og ég vissi ekki hvað var að gerast. Svo kíkti ég á rúðurnar og þær voru byrjaðar að hristast svo þegar hann var búinn þá spurði ég ömmu mína hvað þetta hafi verið, því ég hef aldrei upplifað jarðskjálfta,“ sagði Birgitta Elín Guðlaugsdóttir en amma hennar, Erla Svanbergsdóttir, sagðist ekki hafa vaknað við smáskjálftana í nótt en segir að skjálftarnir hafi verið sterkir í gær. „Þeir voru sterkir í gær, með miklum hávaða og látum og það er það sem að fer svolítið í mann,“ sagði Erla. „Eftir einn kippinn í gær þá tókum við niður myndir og úr hillum og svoleiðis,“ sagði Guðjón Jóhannsson sem var að vinna í stiga þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Hann sagðist ekkert hugsa um það hvort jarðskjálfti geti orðið á meðan. „Maður hugsar ekkert um það, það var áðan smákippur,“ sagði Guðjón og kvaðst ekki hafa orðið var við það að íbúar eða gestir á Siglufirði væru skelkaðir vegna stöðunnar. „Ég er bara að mála.“ Guðjón var óhræddur við jarðskjálftana og málaði eins og óður maður í dag.Vísir/ Jóhann K. Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð sagði þá að eitthvað hefði verið um tilkynningar um tjón eftir skjálftann. „Það var eitthvað af því að brotnað hafi glerdót og hrunið af veggjum og svoleiðis en ekkert alvarlegt. Það er ákveðinn kvíði í fólki því verður ekki neitað. Hræðsla er ábyggilega fyrir hendi þó menn vilji ekki viðurkenna það svona almennt.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira