Rígmontinn af humarlistaverki við Hafið bláa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júní 2020 19:15 Hjónin Hannes og Þórhildur á Hrauni í Ölfusi og eigendur af veitingastaðnum Hafinu Bláa í Ölfusi við humarlistaverkið á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem eiga leið um Ölfusið fram hjá Hafinu bláa ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir sjá risa humar á þurru landi einn og yfirgefinn. Ástæðan er sú að hér er um sex metra mannhæðarháan humar að ræða, sem er listaverk eftir skipstjóra úr Þorlákshöfn og tileinkað hetjum hafsins. Listaverkið sem heitir „Humar við hafið“ var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á 17. júní að viðstöddu fjölmenni. Verkið er allt hið glæsilegasta en hugmyndin að því áttu hjónin á Hrauni í Ölfusi, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson, eigendur Hafsins bláa. Listamaðurinn er sjómaður í Þorlákshöfn en verkið heitir „Humar við hafið“. „Verkið er mótað úr hvítu einangrunarplasti og svo járngrind inn í og svo er þetta trefjaplast og svo málaði ég humarinn. Það tók mig fjóra mánuði að vinna verkið en það var skemmtilegt og krefjandi,“ segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri í Þorlákshöfn og listamaður verksins. Humarinn er sex metrar og mannhæðarhár. Verkið heitir „Humar við hafið“ og var unnið af listamanninum og skipstjóranum Kjartani B. Sigurðssyni í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Humarinn er tileinkaður íslenska sjómanninum, en af hverju er það? „Okkur finnst það bara eðlilegt, við erum hér við Hafið bláa, veitingastað, sem stendur hér á fjörukambinum við Skötubótina og Selvogsbankann framundan og mikil humarmið voru hér á árum áður og hér er örstutt til Eyrarbakka. Þar var reyndar fyrsta humarútgerð á Íslandi, sem að heitið gat 1954,“ segir Hannes. Hannes segist vera mjög stoltur af nýja listaverkinu. „Já, ég er alveg rígmontinn, þetta er glæsilegt og handverkið ber listamanninum vott um snilli. Ég er alveg viss um að margir munu láta mynda sig við verkið í sumar enda er það afbragðs mótíf,“ bætir Hannes við. Ölfus Styttur og útilistaverk Handverk Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Þeir sem eiga leið um Ölfusið fram hjá Hafinu bláa ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir sjá risa humar á þurru landi einn og yfirgefinn. Ástæðan er sú að hér er um sex metra mannhæðarháan humar að ræða, sem er listaverk eftir skipstjóra úr Þorlákshöfn og tileinkað hetjum hafsins. Listaverkið sem heitir „Humar við hafið“ var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á 17. júní að viðstöddu fjölmenni. Verkið er allt hið glæsilegasta en hugmyndin að því áttu hjónin á Hrauni í Ölfusi, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson, eigendur Hafsins bláa. Listamaðurinn er sjómaður í Þorlákshöfn en verkið heitir „Humar við hafið“. „Verkið er mótað úr hvítu einangrunarplasti og svo járngrind inn í og svo er þetta trefjaplast og svo málaði ég humarinn. Það tók mig fjóra mánuði að vinna verkið en það var skemmtilegt og krefjandi,“ segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri í Þorlákshöfn og listamaður verksins. Humarinn er sex metrar og mannhæðarhár. Verkið heitir „Humar við hafið“ og var unnið af listamanninum og skipstjóranum Kjartani B. Sigurðssyni í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Humarinn er tileinkaður íslenska sjómanninum, en af hverju er það? „Okkur finnst það bara eðlilegt, við erum hér við Hafið bláa, veitingastað, sem stendur hér á fjörukambinum við Skötubótina og Selvogsbankann framundan og mikil humarmið voru hér á árum áður og hér er örstutt til Eyrarbakka. Þar var reyndar fyrsta humarútgerð á Íslandi, sem að heitið gat 1954,“ segir Hannes. Hannes segist vera mjög stoltur af nýja listaverkinu. „Já, ég er alveg rígmontinn, þetta er glæsilegt og handverkið ber listamanninum vott um snilli. Ég er alveg viss um að margir munu láta mynda sig við verkið í sumar enda er það afbragðs mótíf,“ bætir Hannes við.
Ölfus Styttur og útilistaverk Handverk Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira